Starfsmaður félagsstarfs eldri borgara í Mývatnssveit

Gengið hefur verið frá ráðningu Eydísar Kristjánsdóttur í starf umsjónarmanns félagsstarfs eldri borgara í Mývatnssveit. Er hún boðin hjartanlega velkomin í hópinn. Gert er ráð fyrir að félagsstarfið hefjist í næstu viku, en nánari tilhögun verður auglýst síðar.