Fjölmenningarfulltrúi

Fjölmenningarfulltrúi hefur það hlutverk að styðja við íbúa af erlendum uppruna í sveitarfélaginu, meðal annars með því að annast upplýsingagjöf í gegnum heimasíðu Þingeyjarsveitar og aðra miðla, sjá um kynningarefni og auðvelda tengslamyndun. Þá hvetur fjölmenningarfulltrúi til samstarfs á milli þeirra aðila sem koma að málefnum íbúa af erlendum uppruna og styður við fjölbreytt og fjölmenningarlegt samfélag í sveitarfélaginu.

Myrra Leifsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála, gegnir hlutverki fjölmenningarfulltrúa í Þingeyjarsveit.

Hafa má samband við Myrru ef þú ert með spurningar eða hugleiðingar varðandi skóla, íþróttir, tómstundir, leyfi, skráningar, félagsþjónustu á vegum sveitarfélagsins og aðra þjónustu.

Símatími er á mánudögum 10:00 – 14:00 í síma 512 1814. Einnig er hægt að bóka fund í tölvupósti myrra@thingeyjarsveit.is