Seigla

Seigla - miðstöð sköpunar er umgjörð um starfsemi og þjónustu í Þingeyjarsveit og er til húsa í fyrrum Litlulaugaskóla. Þar starfa nokkur fyrirtæki og félagasamtök: Advania, Bókasafn Reykdæla, Hársnyrtistofa Örnu, Héraðssamband Þingeyinga, Leigufélag Hvamms, Menningarfélagið Urðarbrunnur, Mötuneyti Krílabæjar, Snyrtipinninn og Þekkingarnet Þingeyinga. Þekkingarnetið býður uppá námsver fyrir háskólanema, fjarfundabúnað og fjarpróf auk þess að eiga í nánu samstarfi við forstöðumann Seiglu um námskeiðahald í Þingeyjarsveit. 

Í Seiglu er opin handverksaðstaða fyrir íbúa Þingeyjarsveitar, börn verða þó að vera í fylgd með fullorðnum. Aðstaðan er vel búin ýmsum tækjum til smíða og léttara handverks auk þess sem boðið er uppá alls konar örnámskeið og alltaf hægt að fá aðstoð og handleiðslu hjá forstöðumanni á opnunartíma handverksins sem sjá má hér að neðan.

Í Seiglu er afar góð aðstaða til funda- og námskeiðahalds, með húsrúm fyrir allt að 40 manns. Húsnæðið er ljósleiðaratengt og hefur þráðlaust net. Upplýsingar um verð fyrir einstaka fundi og námskeið er að finna í gjaldskrá Seiglu. Nokkur rými eru laus til útleigu fyrir atvinnustarfsemi, nánari upplýsingar gefur forstöðumaður.

Forstöðumaður Seiglu er Borgar Þórarinsson, sími: 777 3527

Fylgist með Seiglu á facebook

Sími í Seiglu: 464-3178
Sími í eldhúsi: 464-3160

Fyrirtæki með aðstöðu í Seiglu:
Advania
Bókasafn Reykdæla
Hársnyrtistofa Örnu
Héraðssamband Þingeyinga
Menningarfélagið Urðarbrunnur
Snyrtipinninn 
Verkís
Þekkingarnet Þingeyinga
Hljóðverið Brúar

Gjaldskrá Seiglu má nálgast HÉR.