Laus störf

Hér birtast auglýst störf á vegum sveitarfélagsins hverju sinni.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni til vinnu við leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla.

Leitað er eftir öflugum starfsmanni er getur tekið þátt í umönnun og öðrum tilfallandi störfum inn á leikskóladeildinni.

Um 100% starfshlutfall er að ræða

Vinnutími er á milli 8 og 17

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1. okt.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson, skólastjóri Þingeyjarskóla.

Netfang: johannrunar@thingeyjarskoli.is

Sími 4643580

Drög að starfslýsingu viðkomandi starfsmanns.

Um er að ræða starf  á deild. Í starfi á deild felst þátttaka í umönnun, svo sem matartímum, bleiuskiptum og hvíld, ásamt útiveru og aðstoð í listasmiðju- og hópastarfsverkefnum.

Einnig öll önnur tilfallandi störf tengt skólahaldi er deildarstjóri/skólastjóri kann að fela viðkomandi og er innan tímaramma vinnuskyldu viðkomandi starfsmanns.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni í blandað starf.

Meðal viðfangsefna er stuðningur við nemendur með náms- og hegðunarvanda, umsjón með félagsmálum nemenda, ritarastörf og fleira sem skólastjóri kann að fela viðkomandi hverju sinni.

Þingeyjarskóli leitar að starfsmanni sem:

 • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu 
 • Hefur reynslu af vinnu með börnum og unglingum
 • Er lausnamiðaður
 • Er sveigjanlegur og með góða samskiptahæfni 
 • Er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir/býr yfir frumkvæði 
 • Hefur metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni 
 • Vill taka þátt í samstarfi og teymisvinnu 
 • Ber virðingu fyrir börnum og hefur áhuga á að starfa með þeim
 • Hefur gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með rétt um 100 nemendur. Þar af tæplega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum.  Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra. Þingeyjarskóli hefur hafið innleiðingu á agastefnunni Jákvæður agi. Rík tónlistarhefð er við skólann.  Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.    Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.  Staðan er laus frá og með 15. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til 5. júlí 2019 

Umsóknir skulu sendast á netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs 4643580 /8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is 

 

Forstöðumaður íþróttamannvirkja 

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns við sundlaugina og íþróttahúsið á Laugum. Helstu verkefni eru umsjón með daglegum rekstri og starfsemi sundlaugar og íþróttahúss, starfsmannahald, þrif, skipulag vakta o.fl. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða frá og með 1.  ágúst n.k.

Íbúðarhúsnæði í boði fyrir starfsmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfsemi íþróttamannvirkja
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322 og 862 0025

Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skriflega til sveitarstjóra, Kjarna, 650 Laugar, netfang dagbjort@thingeyjarsveit.is

 

Yfirmaður í mötuneyti

Starfsmann vantar til að veita forstöðu mötuneyti Stórutjarnaskóla. Mötuneytið þjónar bæði leik- og grunnskóla, auk starfsmanna. Við leitum að áreiðanlegum og liprum starfsmanni með menntun og reynslu á sviði matreiðslu. 

Starfsmaður með nemanda með þroskafrávik

Einnig vantar starfsmann, helst karlmann, til að styðja og fylgja nemanda með þroskafrávik.  Um er að ræða u.þ.b. 40% stöðuhlutfall.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 28. júní nk. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Arngrímsson skólastjóri, í síma 895-6220, eða í tölvupósti, oliarn@storutjarnaskoli.is  Ítarlegar upplýsingar um skólann má finna á vefslóðinni www.storutjarnaskoli.is