Laus störf

Hér birtast auglýst störf á vegum sveitarfélagsins hverju sinni.

Störf við Þingeyjarskóla.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsmanni við leikskóladeildina Krílabæ. Starfið felur m.a. í sér stuðning við nemanda og almenn störf inná deildinni.

Krílabær er staðsettur á Laugum í Reykjadal.

Um er að ræða 80-100% starf.

 

Þingeyjarskóli auglýsir einnig eftir stuðningsfulltrúa í 50 – 60% starf við grunnskóladeild skólans.

Grunnskóladeildin er staðsett á Hafralæk.

Áhersla er á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna skólans.

Gerðar eru kröfur um góða hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Reynsla af starfi með börnum kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2021.

Umsóknir skulu sendast á netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs. 4643580/gsm 8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is

_____________________________________________________________________________________________________________________________________________

Starf við Stórutjarnaskóla

Stórutjarnaskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir kennara sem:

  • ber virðingu fyrir börnum og hefur áhuga á að starfa með þeim
  • hefur góða samskiptahæfni og metnað til að takast á við fjölbreytt verkefni
  • treystir sér til að vera með umsjón á yngsta stigi grunnskóla og starfa í leikskóla
  • er sveigjanlegur
  • er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýni frumkvæði
  • er samstarfsfús og lausnamiðaður

Stórutjarnaskóli stendur í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistaskóli með um 45 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Öll starfsemi skólans er í sama húsnæði. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli og leggur áherslu á að búa nemendum og starfsfólki fjölbreitt leik- náms- og starfsumhverfi sem eflir alhliða heilsu og þroska. Mikið samstarf er milli námshópa innan skólans og er skólinn í góðu samstarfi við nágrannaskóla sína og samfélagið í sveitinni. Þá tekur Stórutjarnaskóli þátt í þróunarstarfi með skólum erlendis.

Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2021.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband í síma 4643220/8483547 eða í gegnum netfangið birnada@storutjarnaskoli.is

Umsóknir skulu sendar á netfangið birnada@storutjarnaskoli.is