Samtök sveitarfélaga á norðurlandi eystra - SSNE

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, var stofnað 2020 við sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings. Starfssvæði samtakanna afmarkast af sveitarfélagamörkum allra sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, frá Siglufirði í vestri að Bakkafirði í austri, að Tjörneshrepp undanskildum. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNE á Húsavík. Alls eru 10 sveitarfélög aðilar að samtökunum sem samanlagt telja rúmlega 30.000 íbúa.

Fulltrúar Þingeyjarsveitar á aðalfund (ársþing):

Aðalmenn: Gerður, Knútur, Jóna Björg

Varamenn: Haraldur Bóasson, Eyþór Kári, Arnór Ben.

Fulltrúi Þingeyjarsveitar í stjórn: 

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri og Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti til vara.