Þessar tvær hitaveitur eru á vegum Þingeyjarsveitar. Hitaveita Reykdæla liggur frá Laugum um Reykjadal en hitaveitan á Stórutjörnum hitar upp skólann þar og bæi og hús í grenndinni.
Umsjónarmaður: Hermann Pétursson.
Sími: 464 3322
Farsími: 858 3322
Netfang: hermann@thingeyjarsveit.is
Auk þessa er Reykjaveita sem er á vegum Norðurorku og Þingeyjarsveit er hluthafi í nýleg hitaveita sem liggur frá Reykjum í Fnjóskadal norður allan Fnjóskadal, niður Dalsmynnið og Höfðahverfið allt til Grenivíkur.
Þá er hitaveita í hluta Aðaldals og hluta ytri hluta gamla Ljósavatnshrepps, Köldukinnar. Sú veita kemur frá Hveravöllum og er rekinn af Norðurþingi.
Með samningi milli ríkissjóðs Íslands og eigenda jarðarinnar Reykjahlíðar dagsettum 18. mars 1971 eignaðist ríkissjóður jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar á jarðhitasvæðinu innan jarðarinnar. Samkvæmt samningnum öðlaðist ríkið jafnframt nauðsynleg landsréttindi, þar á meðal jarðhitarétt og aðstöðu til mannvirkjagerðar til nýtingar hans. Endurgjald fyrir þessi verðmæti fólust í því að ríkissjóður skuldbatt sig til þess að byggja á sinn kostnað mannvirki fyrir afhendingu á vatni frá varmaveitu í Bjarnarflagi handa byggðahverfunum við Reykjahlíð og Voga við Mývatn. Ennfremur til að afhenda endurgjaldslaust ákveðið vatnsmagn. Umrædd réttindi, það er jarðhitaréttindi innan svonefnds jarðhitaréttindasvæðis við Kröflu, Bjarnarflag og Námafjall, voru samkvæmt því ríkinu til frjálsra umráða og ráðstöfunar.
Þann 25. mars 1971 gerði ríkissjóður Íslands samning við eigendur jarðarinnar Voga um að þeir síðarnefndu afsöluðu sér jarðhitaréttindum ásamt jarðhita sem þar var að finna. Fyrir réttindin greiddi ríkissjóður 1,9 milljónir og skuldbatt sig ennfremur til að afhenda endurgjaldslaust ákveðið vatnsmagn og koma upp mannvirkjum fyrir hitaveitu.
Umsjónarmaður: Lárus Björnsson.
Bilanasími: 862 4163.
Netfang: larus@thingeyjarsveit.is
Starfsmenn: Jónas Pétur Pétursson og Örn Arnarsson