Snjómokstur

Reglur sveitafélagsins um snjómokstur.

Umsjón með framkvæmd snjómokstur fyrir hönd sveitafélagsins er:
Hermann Pétursson, hægt er að hafa samband við hann í síma: 858-3322
eða á netfangið: hermann@thingeyjarsveit.is

1. Sveitarfélagið greiðir fyrir heimreiðamokstur allt að tvisvar í viku. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áætlað fyrir þessum mokstri og fari snjómokstur fyrirsjáanlega fram yfir áætlaða upphæð áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að kveða nánar á um moksturinn, fækka dögum eða fella hann alveg niður fari kostnaður umfram fjárhagsáætlun. Slíkar ákvarðanir tekur sveitarstjórn og auglýsir sérstaklega.

2. Ábúendur skulu merkja brunna, ræsi og annað þessháttar sem er í vegköntum. Einnig skulu ábúendur hreinsa vegkanta heimreiða af öllu sem skemmt getur snjóblásara. Ýmislegt hefur farið í snjóblásara t.a.m. reiðhjól, dráttarbeisli og trébretti.

3. Verktaki metur aðstæður og heimilt er ábúendum að panta mokstur á heimreiðum sínum beint til verktaka. Verktaki skal ávallt meta aðstæður og nota þann kost tönn og /eða blásara við moksturinn sem hagkvæmastur er sveitarfélaginu hverju sinni.

4. Verktaki hefur skyldur til að benda umsjónarmanni á heimreiðar eða kafla á þeim sem gera mætti breytingar á til þess að draga úr moksturskostnaði.

5. Lýsing á gæðum þjónustunnar:

  • Rudd skal öll breidd vegar eins og kostur er.
  • Rutt skal heim að bílastæðum. Allur annar mokstur er kostaður af ábúenda.
  • Verktaki skal ekki skilja eftir ruðninga á heimkeyrslum eða afleggjurum.
  • Hreinsa ber snjó af heimreiðum svo nærri yfirborði vegar sem kostur er.
  • Almennt skal gera ráð fyrir að snjómokstur eigi sér stað milli kl: 06:00 til 20:00 Hreinsa ber snjó af heimreiðum svo fljótt sem unnt er en ávallt með hliðsjón af veðri, færð og veðurspá hvenær rétt sé að ráðast í snjómokstur.
  • Verktaki taki mið af útgefnum losunardögum hjá Gámaþjónustunni.
  • Rísi ágreiningur vegna þessarar lýsingar, t.d. um þörf eða gæði snjómoksturs skal haft samráð við umsjónarmann um lausn málsins.