Fráveita

Bæklingur um losun á rotþróm 

Um frágang rotþróa
Um frágang rotþróa og siturlagna er vísað til bæklings Hollustuverndar ríkisins um rotþrær. Bæklingurinn er mjög ítarlegur og hægt er að nálgast hann á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Smellið hér til að skoða bæklinginn á pdf formi.

Sérstök atriði eru vakin á eftirfarandi atriðum
Rotþrær skulu vera þriggja hólfa, og a.m.k. 3000 l að vatnsrúmmáli fyrir heilsárshús og a.m.k. 1500 l að rúmmáli fyrir sumarhús. Frárennsli frá rotþróm skal leiða um siturlögn.

Siturlögn er fráveiturör með götum á (siturrör), sem boruð hafa verið út með reglulegu millibili ( 10 mm bor ). Með slíkri lögn er leitast við að dreifa skólpvatninu í malarbeð og hreinsa enn frekar áður en það berst í grunnvatn.

Fyrir íbúðarhús þarf siturlögn að vera 30 metra löng og við sumarhús 15 metra löng. Siturlögn getur í einstaka tilfellum verið styttri, þar sem jarðvegur ( möl ) tekur vel við vatni.

Ávallt skal gæta þess að rotþró og allar lagnir til og frá henni séu a.m.k. 50 cm fyrir ofan grunnvatnsyfirborð og að fyllt sé upp með sandi og möl á milli.

Siturlagnir skal leggja í malarfylltan skurð. Kornastærð malarinnar í skurðinum þarf að vera 10-20 mm svo ekki sé hætta á að götin stíflist.

Frárennsli frá mjólkurhúsum skal ekki leiða í rotþró ( vegna vatnsmagns og sótthreinsandi efna ). Þess í stað skal leiða slíkt frárennsli inn á siturlögn aftan við rotþró, eða inn á sérstaka 15 metra langa siturlögn. Ef um er að ræða lausan jarðveg (jörð) sem tekur vel við vatni, er fullnægjandi að leiða frárennsli frá mjólkurhúsi í grjótpúkk. Til að auka rekstraröryggi getur verið gott að koma fyrir lítilli felliþró á frárennsli frá mjólkurhúsi.

Umsjónarmaður fráveitu er Hermann Pétursson.
Sími: 464 3322
Farsími: 858 3322
Netfang: hermann@thingeyjarsveit.is