Vinnuskóli Þingeyjarsveitar sumarið 2024

Skráning í vinnuskóla Þingeyjarsveitar í sumar hefur nú verið hafin. Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin 2008, 2009 og 2010, þ.e. fyrir 8. til 10. bekk grunnskóla.

Vinnuskólinn er starfræktur frá júní og fram í ágúst. Sérhverjum unglingi er boðið í starfsmannaviðtal áður en vinnuskólinn hefst. Lengd vinnutíma og laun fara eftir aldri og vinnufyrirkomulag skýrist þegar skráningu er lokið.

Skráningu lýkur 8. maí og fer fram hér.

Upplýsingar veitir Myrra Leifsdóttir verkefnastjóri æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála í síma: 512 1814 eða í tölvupósti: myrra@thingeyjarsveit.is