Vilt þú vinna við fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá Þingeyjarsveit? 

Um er ræða 100% starf við fjölbreytt verkefni sem snúa að mestu að viðhaldi fasteigna. Helstu verkefni eru almenn viðhalds- og þjónustuverkefni tengd fasteignum sveitarfélagsins og umhverfi þeirra ásamt ýmsum verklegum framkvæmdum sem falla undir áhaldahús sveitarfélagsins.  

Menntunar- og hæfniskröfur :

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg  
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði  
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð  
  • Geta til að vinna í teymi
  • Ökuréttindi eru skilyrði 
  • Vinnuvélaréttindi eru æskileg 
  • Aukin ökuréttindi eru kostur 
  • Íslenskukunnátta

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt  er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2024 eða eftir samkomulagi.  

Nánari upplýsingar gefur Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar í síma 512-1800 eða í tölvupósti ingimar@thingeyjarsveit.is   

Umsóknarfrestur er til 20. maí og skal senda umsóknir á umsokn@thingeyjarsveit.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og státar af einstakri náttúrufegurð og náttúruauðlindum. Sveitarfélagið er sannkölluð útivistarparadís. Atvinnulífið er öflugt með fjölbreyttum möguleikum, m.a. í ferðaþjónustu, landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstaða er fyrir hendi fyrir störf án staðsetningar. Þingeyjarsveit leggur áherslu á umhverfismál og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt blómlegu mannlífi.

Þingeyjarsveit er ákjósanlegur búsetukostur fyrir þá sem kjósa gott mannlíf, friðsæld í fagurri sveit með nálægð við stóra þéttbýlisstaði.