Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir starfsfólki.

Viltu vinna í skemmtilegu umhverfi, með frábærum nemendum og með góðu samstarfsfólki? Ef svo er ættir þú að íhuga starf í Þingeyjarskóla.

Við viljum fá til liðs við okkur:

Iðjuþjálfa/þroskaþjálfa í 50-70% starf frá og með 1. ágúst.

Leikskólakennara/leikskólastarfsmann í 100% starf við leikskóladeildina Barnaborg á Hafralæk frá og með 1. ágúst.

Leikskólakennara/leikskólastarfsmann í 60-80% starf við leikskóladeildina Krílabæ á Laugum frá og með 1. ágúst.

Stuðningsfulltrúa í 80 – 100% starf við leikskóladeildina Barnaborg frá og með 1. ágúst.

Stuðningsfulltrúa í 80 – 90% starf við grunnskóladeild.

Skólaliða í 80-100% starf frá og með 15. ágúst.

Afleysingastarfsfólk.

Við leitum að starfsfólki sem:

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • Er lausnamiðað
  • Er sveigjanlegt og með góða samskiptahæfni
  • Er sjálfstætt í vinnubrögðum og sýnir/býr yfir frumkvæði
  • Hefur metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni
  • Vill taka þátt í samstarfi og teymisvinnu
  • Ber virðingu fyrir börnum og hefur áhuga á að starfa með þeim

Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með um 110 nemendur. Þar af rúmlega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra.

Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2024.

Umsóknir skal senda á johannrunar@thingeyjarskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs 4643580 /8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is