ÍMS auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar í vetur

Leitað er að karlmanni í tímabundið afleysingarstarf við íþróttamiðstöð ÍMS í Mývatnssveit frá og með 1. september 2023. Um er að ræða vaktavinnu og er starfshlutfall 72-80%. Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamannvirkja í Mývatnsveit.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með íþróttahúsi
  • Gæslu í karlaklefa
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
  • Almenn þrif
  • Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum
  • Eftirlit með húsnæði og búnaði, ásamt öðru sem til fellur í íþróttahúsi og á útisvæði ÍMS.

Hæfniskröfur:

  • Lágmarksaldur 18 ár
  • Reynsla í þrifum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2023.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Framsýn stéttarfélag. Umsóknum skal skilað á netfangið ims@thingeyjarsveit.is

Nánari upplýsingar veitir Ásta Price forstöðumaður í síma 4644225 eða ims@thingeyjarsveit.is