Íþróttamiðstöðvar Þingeyjarsveitar auglýsa eftir sumarstarfsfólki

Íþróttamiðstöðvar Þingeyjarsveitar óska eftir sumarstarfsfólki til starfa frá byrjun júní 2024. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, vera með ríka þjónustulund og samskiptahæfileika. Nauðsynlegt er að hafa frumkvæði, vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa kunnáttu í skyndihjálp. Hreint sakarvottorð er skilyrði. Reynsla af afgreiðslustörfum, gæslu og þrifum er kostur.

Sundlaugin á Laugum
Auglýst er eftir fólki til að sinna sundlaugarvarðarstarfi í tímavinnu. Um er að ræða gæslu á sundlaugarsvæði, vöktun og þrif. Nauðsynlegt er að standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Már, magnus@thingeyjarsveit.is

Íþróttamiðstöðin í Reykjahlíð
Auglýst er eftir sumarstarfsmanni í 100% starf. Starfið felur í sér afgreiðslustörf, gæslu, þrif og annað sem til fellur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Price, asta.price@thingeyjarsveit.is

 

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2024.
Umsóknum ásamt ferilskrá og sakavottorði skal skila á skrifstofu Þingeyjarsveitar eða á netfangið umsokn@thingeyjarsveit.is.