Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

65. fundur 25. september 2025 kl. 13:00 - 15:20 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Einar Örn Kristjánsson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá eftirfarandi með afbrigðum:

Breyting á fundanúmeri sveitarstjórnarfundar. Vegna boðunar aukafundar þann 25. september kl. 10 breytist númer reglulegs sveitarstjórnarfund sem haldinn er í dag úr 64 í 65. Aukafundur sveitarstjórnar verður nr. 64.
Samþykkt samhljóða.

Oddviti óskaði ennfremur eftir að efirfarandi fundaliðir verði teknir á dagskrá með afbrigðum:
Liður nr. 4 - Framkvæmda- og veitunefnd fundargerðir

Samþykkt samhljóða

Liður nr. 5 á - Ráðning sveitarstjóra

Samþykkt samhljóða.

Liður nr. 6 - Beiðni um lausn frá störfum oddvita.

Samþykkt samhljóða.

Liður nr. 7 - kosning oddvita og varaoddvita

Samþykkt samhljóða.

1.Skipulagsnefnd - 40

Málsnúmer 2508003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar frá 17. september. Fundargerðin er í 12 liðum. Liðir 4, 5, 6, 7, 8 og 11 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sérstakir liðir á dagskrá fundarins.
Knútur kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

2.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 22

Málsnúmer 2509004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 15.09. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liður nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sér liður á dagskrá fundarins.
Arnór kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

3.Umhverfisnefnd - 28

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 28. fundar umhverfisnefndar frá 17. september. Fundargerðin er í sjö liðum. Liður 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sér liður á dagskrá fundarins.
Árni Pétur kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

4.Framkvæmda- og veitunefnd - fundargerðir

Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 6. fundar framkvæmda- og veitunefndar frá 17. september. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Jóna Björg kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

5.Ráðning sveitarstjóra

Málsnúmer 2509087Vakta málsnúmer

Á aukafundi sveitarstjórnar í morgun 25. september var tekin sú ákvörðun að segja Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur upp starfi sveitarstjóra.



Fyrir fundinum liggur tillaga um ráðningu Gerðar Sigtryggsdóttur í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar.
Gerður óskaði eftir að varaoddviti tæki við stjórn fundarins.

Til máls tók: Eyþór.

Tillaga um ráðningu Gerðar Sigtryggsdóttur í starf sveitarstjóra var borin upp af varaoddvita.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Ragnhildar, Önnu, Einars og Jónu Bjargar. Eyþór situr hjá.

Samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og Knúti Emil Jónassyni að ganga til samninga við Gerði í starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar.

Samþykkt samhljóða.

6.Beiðni um lausn frá störfum oddvita

Málsnúmer 2509088Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Gerði Sigtryggsdóttur um lausn frá störfum oddvita í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar en hún mun sitja áfram í sveitarstjórn sem kjörinn fulltrúi.
Til máls tók: Jóna Björg.

Samþykkt samhljóða.

7.Kosning oddvita og varaoddvita

Málsnúmer 2406044Vakta málsnúmer

Í ljósi þess að Gerður Sigtryggsdóttir hefur beðist lausnar sem oddviti Þingeyjarsveitar þarf að fara fram kosning nýs oddvita sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Árni Pétur og Árni Pétur.

Árni Pétur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að Knútur Emil Jónasson verði kjörinn oddviti Þingeyjarsveitar.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Jónu Bjargar, Árna Péturs, Arnórs, Ragnhildar, Önnu og Einars. Eyþór situr hjá.

Árni Pétur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í ljósi þess að Knútur Emil Jónasson hefur verið kjörinn oddviti legg ég til að Jóna Björg Hlöðversdóttir verði kjörin varaoddviti Þingeyjarsveitar.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Jónu Bjargar, Árna Péturs, Arnórs, Ragnhildar, Önnu og Einars. Eyþór situr hjá.

8.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Eftirfarandi forsendur eru hér með lagðar fyrir sveitarstjórn:



Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.



Álagning fasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári:

Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis

Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana og fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.

Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.



Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:

Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati.



Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.

Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Til máls tóku: Gerður og Eyþór.

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:

Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati verði fellt niður og mælagjald vegna vatnsgjalds fyrirtækja verði tekið upp.

Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.

Ákvörðun fasteignaskatt er frestað og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að skoða möguleika til lækkunar án verulegra áhrifa á rekstur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.GG2023 ehf.- beiðni um aukið hlutafé í þurrkstöð

Málsnúmer 2509003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá stjórn GG2023 er varðar beiðni um aukningu hlutafjár. Þingeyjarsveit á 12,76% í hlutafélaginu GG2023 ehf. í gegnum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. Óskað er eftir að eigendur leggi fram allt að 10 m.kr. í aukið hlutafé sem varið verður til frekari uppbyggingar og þróunar þurrkstöðvar. Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar þar sem stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar átti eftir að taka málið fyrir. Stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar hefur nú samþykkt beiðni um hlutafjáraukningu að upphæð 1.276 þúsund krónur.
Til máls tóku: Árni Pétur og Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir framlag til Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ehf til fjármögnunar á hlutafjáraukningu GG2023 ehf. að upphæð 1.276 þúsund krónur. Framlagið verður fjármagnað með handbæru fé samanber viðauka við fjárhagsáætlun sem tekinn verður fyrir undir næsta dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða.

10.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgeiðslu viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025. Viðaukinn er í tveimur liðum. Annarsvegar er um að ræða breytingu vegna hlutafjárkaupa Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar í GG2023 ehf. að upphæð 1.276.000. Þessi liður viðaukans verður fjármagnaður af handbæru fé.

Hinsvegar er um að ræða tilfærslu á milli liða innan fjárhagsáætlunar 2025. Áætlaðar voru 5 m.kr. á deild 41 - veitustofnanir vegna varmadæluverkefnis. Sú upphæð færist á deild 08 - hreinlætismál vegna útboðs á sorphirðu. Þessi tilfærsla á milli liða hefur ekki áhrif á handbært fé.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun 2025.

Samþykkt samhljóða.

11.Sveitarstjórnarkosningar 2026 - kjörstaður

Málsnúmer 2509039Vakta málsnúmer

Á 63. fundi sveitarstjórnar var lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrirkomulag kosningaa fyrr á kjörtímabilinu. Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag kosninga við sveitarstjórnarkosningar í maí 2026.
Til máls tóku: Árni Pétur, Eyþór og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að við sveitarstjórnarkosningar í maí 2026 verði einn kjörstaður í Þingeyjarsveit, í Þinghúsinu á Breiðumýri. Sveitarstjórn leggur áherslu á að boðið verði upp á greiðan aðgang að utankjörfundaratkvæðagreiðslu og að það verði auglýst vel á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Drög að samstarfssamningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Norðurlands eystra

Málsnúmer 2509043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10. september 2025 frá Þorleifi Kr. Níelssyni verkefnastjóra vegna stofnunar svæðisbundins farsældarráðs Norðurlands eystra í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Jafnframt eru lögð fram drög að samstarfssamningi, skipuriti og starfsreglum farsældarráðs Norðurlands eystra. Óskað er eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í ráðið.
Til máls tóku: Ragnhildur og Knútur.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til Fræðslu- og velferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

13.Vetrarhátíð og snjómokstur - beiðni um endurnýjun samninga

Málsnúmer 2509049Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Úllu Árdal fyrir hönd Mývatnsstofu. Úlla óskar eftir að samningar er varða Vetrarhátíð við Mývatn og snjómokstur vegna jólasveinanna í Dimmuborgum verði teknir inn í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs og samningar endurnýjaðir.
Til máls tóku: Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

14.Jöfnunarsjóður - ársfundur 2025

Málsnúmer 2509056Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 1. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica
Sveitarstjórn þakkar boðið. Kjörnir fulltrúar verða í Reykjavík á þessum tíma vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna og eru hvattir til að sækja aðalfund Jöfnunarsjóðs. Sveitarstjórn felur Gerði Sigtryggsdóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

15.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að loftslagsstefnu Þingeyjarsveitar sem frestað var á 62. fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Árni Pétur, Eyþór og Árni Pétur.

Eyþór leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í aðgerðaráætlun stendur að mælt sé með, að eingöngu verði miðað við notkun rafbíla eða annarra með endurnýjanlega orku. Ég legg til að setningin breytist á þann hátt að það verði "horft til rafbíla og annarra bíla með endurnýjanlega orkugjafa".

Tillagan var felld með atkvæðum Önnu, Ragnhildar, Arnórs og Jónu Bjargar. Atkvæði með tillögunni greiddu Gerður, Einar, Knútur og Eyþór. Árni Pétur sat hjá.

Sveitarstjórn þakkar Ingimari Ingimarssyni og Arnheiði Rán Almarsdóttur fyrir greinargóða kynningu á loftslagsstefnu sveitarfélagsins og samþykkir hana hér með. Sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að birta stefnuna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Jónu Bjargar, Árna Péturs, Arnórs, Önnu og Ragnhildar. Einar og Eyþór sitja hjá .

16.LSNE - Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis

Málsnúmer 2509032Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar en óskað var frekari kynningar á verkefninu.
Til máls tóku: Arnór, Knútur, Gerður, Árni Pétur, Eyþór, Anna, Arnór, Gerður, Jóna, Arnór, Eyþór, Gerður og Árni Pétur.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarstjórn þakkar lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur fyrir greinargóða kynningu á verkefninu sem er tilraunaverkefni til tveggja ára. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með tilraunaverkefnið en sér sér ekki fært að styrkja það fjárhagslega þar sem löggæsla er á forræði ríkisvaldsins.

Tillagan var felld með atkvæðum Jónu Bjargar, Arnórs, Knúts, Gerðar, Eyþórs og Ragnhildar. Atkvæði með tillögunni greiddu Árni Pétur, Anna og Einar.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt með atkvæðum Jónu Bjargar, Arnórs, Knúts, Gerðar og Ragnhildar. Á móti voru Eyþór, Árni Pétur, Anna og Einar.

17.HNE - fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2509072Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra ásamt yfirliti yfir áætluð framlög sveitarfélaga fyrir árið 2026.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun HNE og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

18.Félag þjóðfræðinga á Íslandi - boðsbréf á landsbyggðarráðstefnu

Málsnúmer 2509075Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga á Íslandi sem haldin verður að Narfastöðum í Reykjadal 26. - 28. september en ráðstefnan verður sett formlega föstudagskvöldið 26. september.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn fagnar því að Félag þjóðfræðinga á Íslandi haldi landsbyggðaráðstefnu sína í sveitarfélaginu og þakkar boðið. Árna Pétri Hilmarssyni er falið að flytja ráðstefnunni erindi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

19.Skógrækt - bréf með ályktun varðandi skipulagsmál hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 2509074Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Til máls tóku: Anna

Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til skipulagsnefndar til kynningar.
Samþykkt samhljóða

20.Innviðaráðuneytið - frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Málsnúmer 2509076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá innviðaráðuneytinu um þátttöku í samráði er varðar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Frestur til að skila inn breytingartillögum er til 13. október. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Markmiðið er að skýra og auka gagnsæi gildandi reglna um stjórnskipulag sveitarfélaga og auka traust á stjórnsýslu þeirra.
Til máls tóku: Knútur, Gerður, Arnór,

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna tillögu að umsögn og senda til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

21.Einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni - áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir

Málsnúmer 2304005Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt vegna endurskoðunar á áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni:

"Fræðslu- og velferðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á áætluninni eins og hún liggur fyrir og leggur til við sveitarstjórn að áætlunin verði staðfest. Ennfremur hvetur nefndin stjórnendur til þess að fara yfir áætlunina reglulega á starfsmannafundum."
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Amþykkt samhljóða.

22.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 2410003Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar voru tekin fyrir drög að breyttri gjaldskrá leikskóla og gjaldskrá skólavistunar grunnskólabarna. Eftirfarandi var bókað og staðfest:

"Fræðslu- og velferðarnefnd samþykkir drög að breytingum á gjaldskránum fyrir sitt leyti og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar."
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

23.Þroskaþjálfi - erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2509027Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var tekið fyrir erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Beiðni um að ráða inn þroskaþjálfa til að sinna brýnni þörf í skólum sveitarfélagsins. Eftirfarandi var bókað og samþykkt:

"Sveitarfélög hafa gert samkomulag við ríkið um að sveitarfélögin sjái um þjónustu við börn á fyrsta og öðru stigi farsældar. Liður í þeirri þjónustu er að skólaþjónustur sveitarfélaga hafi á að skipa fagfólki sem getur tekist á við fjölbreyttar þarfir barna og veitt ráðgjöf til kennara og foreldra. Fræðslu- og velferðarnefnd leggur því til við sveitarstjórn að gefa skólaþjónustunni heimild til að ráða til starfa þroskaþjálfa við skólaþjónustu Þingeyjarsveitar."
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í bókun nefndarinnar og vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar. Einnig felur sveitarstjórn sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leggja fram áætlaðan kostnað við ráðningu þroskaþjálfa.

Samþykkt samhljóða.

24.SSNE - fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra - drög að umsókn í farsældarsjóð

Málsnúmer 2506065Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var fjallað um drög að að umsókn í farsældarsjóðinn frá Akureyrarbæ og öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:

"Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfest verði þátttaka Þingeyjarsveitar í umsókn Akureyrarbæjar í farsældarsjóð."
Til máls tók: Ragnhildur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

25.Fjallskilanefnd Fnjóskdæla Lokastaðadeild - styrkumsókn

Málsnúmer 2506067Vakta málsnúmer

Á 22. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar var tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Fnjóskdæla - Lokastaðadeild þar sem óskað var eftir 1 mkr styrk til að endurgirða og laga núverandi afgréttargirðingu á Flateyjardal við Vestari-Króka.

Eftirfarandi bókað og samþykkt :

"Nefndin tekur jákvætt í erindið þar sem sveitarfélagið er stór landeigandi á svæðinu og leggur til við sveitarstjórn að verða við erindinu. Nefndin leggur áherslu á að viðhaldi verði sinnt og gerð verði viðhaldsáætlun fyrir girðinguna. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að eiga samtal við fjallskilanefnd um framgang verkefnisins."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. Styrkveitingin verður tekin af málaflokki 13-220 fjárgirðingar.

Samþykkt samhljóða.

26.Vagnbrekka - fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2508029Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í landi Brekku í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu. Eftirfarandi bókað og samþykkt.

"Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist."
Anna Bragadóttir vakti athygli á mögulegu vanhæfi. Sveitarstjórn samþykkir vanhæfi og Anna víkur af fundi kl. 15.06.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða.

27.Grímsstaðir, íbúðarhúsalóð - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús í landi Grímsstaða í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða.

28.Lautir hesthús - merkjalýsing

Málsnúmer 2509041Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Lauta. Ný lóð fær staðfangið Lautir hesthús. Eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa stofnun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

29.Sæland Flatey - merkjalýsing

Málsnúmer 2509045Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð er fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Garðshorns í Flatey. Ný lóð fær staðfangið Sæland lóð. Eftirfarandi var bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa að stofna lóðina.

Samþykkt samhljóða.

30.Laugar - deiliskipulag

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag þéttbýlisins á Laugum.

Viðfangsefni deiliskipulagsins verður m.a. að afmarka nýjar lóðir og byggingarreiti þar sem möguleikar eru

á uppbyggingu. Þá verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endabyggingar húsa. Eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Laugar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Laugar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

31.Laxárstöðvar - deiliskipulagsvinna

Málsnúmer 2308020Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir deiliskipulag Laxárstöðvar sem var auglýst í Lögbirtingablaðinu, á skipulagsgátt mál nr.900/2023 og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 1. júlí með athugasemdarfresti til 24. ágúst 2025. Vegna árstíma auglýsingarinnar voru send út bréf á hagsmunaaðila með tilkynningu um auglýsingu deiliskipulagstillögunnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Fiskistofu, RARIK, Veiðifélagi Laxár og Krákár, Landsneti og Náttúruverndarstofnun. eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd samþykkir breytingar frá auglýstum skipulagsgögnum í samræmi við umræður og sem settar eru fram í skjali um yfirferð umsagna. Breytingarnar eru óverulegar og varða ekki efnislegar breytingar á heimildum til framkvæmda. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Laxárstöðva þannig breytt skv. 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða sveitarstjórnar skal auglýst. Skipulagsnefnd vekur athygli á að mannvirki í Mývatnssveit sem tilheyra starfsemi Laxárstöðva eru ekki innan deiliskipulagsmarka."
Einar vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu þar sem hann er starfsmaður Landsvirkjunar. Sveitarstjórn greiddi atkvæði um vanhæfi Einars og samþykkti að Einar væri ekki vanhæfur.

Til máls tóku: Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillögu að deiliskipulagi Laxárstöðva þannig breytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Anna kom aftur inn til fundarins eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 15.17.

32.Moltugerðarvélar - verðfyrirspurn

Málsnúmer 2505077Vakta málsnúmer

Á 28. fundi umhverfisnefndar var tekið fyrir tilboð í moltugerðarvélar og var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að keyptar verði 200 vélar í samræmi við tilboð frá Heimilstækjum. Nefndin leggur til að sveitarfélagið kosti vélarnar en innheimti helming af andvirði þeirra frá þátttakendum."
Til máls tók: Árni Pétur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga að tilboðinu.

Samþykkt samhljóða.

33.Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum - orlofshús í þéttbýli - rannsókn

Málsnúmer 2509052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar tölvupóstur frá Vífli Karlssyni er varðar rannsókn um orlofshús í þéttbýli sem gerð var við Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst.
Sveitarstjórn þakkar Vífli erindið.

34.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 75. fundar stjórnar SSNE frá 4. september s.l.

35.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. september s.l.

36.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 243. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 17. september sl.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?