Fara í efni

LSNE - Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis

Málsnúmer 2509032

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp

fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan

sólarhringinn. Óskað er eftir fjárframlagi 2,5 m.kr. en einnig gæti fallið til kostnaður ef koma þarf rafmagni og netsambandi utan fasteigna sem lögreglan hefur umráð yfir.
Til máls tóku: Eyþór, Árni Pétur og Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari kynningu á erindinu frá LSNE.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar en óskað var frekari kynningar á verkefninu.
Til máls tóku: Arnór, Knútur, Gerður, Árni Pétur, Eyþór, Anna, Arnór, Gerður, Jóna, Arnór, Eyþór, Gerður og Árni Pétur.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarstjórn þakkar lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur fyrir greinargóða kynningu á verkefninu sem er tilraunaverkefni til tveggja ára. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með tilraunaverkefnið en sér sér ekki fært að styrkja það fjárhagslega þar sem löggæsla er á forræði ríkisvaldsins.

Tillagan var felld með atkvæðum Jónu Bjargar, Arnórs, Knúts, Gerðar, Eyþórs og Ragnhildar. Atkvæði með tillögunni greiddu Árni Pétur, Anna og Einar.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt með atkvæðum Jónu Bjargar, Arnórs, Knúts, Gerðar og Ragnhildar. Á móti voru Eyþór, Árni Pétur, Anna og Einar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?