Fara í efni

Málefni aldraðra

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar fer með málefni aldraðra og heimaþjónustu í sveitarfélaginu. Hægt er að leita til skrifstofunnar varðandi eftirtalin atriði:

  • Málefni aldraðra: félagslega heimaþjónustu, opið hús eldri borgara, akstur aldraðra og fleira.

Sími: 512-1800

netfang: hjordis.albertsdottir@thingeyjarsveit.is 

Opið hús eldri borgara er vikulega yfir vertrartímann sem hér segir:

Þriðjudagar:

Þingeyjarskóli - Stórutjarnaskóli  skiptist á vikum

Miðvikudagar kl 13:00 - 16:00    
Mikley að Hlíðavegi 6, Reykjahlíð

Hádegismatur er í boði á öllum stöðum kl. 13:00 og kostar 832 kr.

Það er nauðsynlegt að láta vita fyrir hádegi daginn áður ef fólk vill fá hádegismat.

Þingeyjarskóli            sími 464-3583
Stórutjarnaskóli        sími 464-3222
Reykjahlíðarskóli         sími 464-4375

Boccia hefst kl. 12:00 í Stórutjarnaskóla þegar opið hús er þar..

Það verður ýmislegt til skemmtunar s.s. söngur, hljóðfæraleikur, myndasýningar og  upplestur. Eins og áður verður spiluð félagsvist í  Stórutjarnaskóla. Það er líka hægt að hittast og spjalla saman eða hafa  meðferðis handavinnu. Ef einhverjir vilja koma með og flytja efni til skemmtunar og fróðleiks þá er það að sjálfsögðu vel þegið.

Opið hús er á vegum Þingeyjarsveitar og fólk þarf ekki að vera í Félagi eldri borgara til þess að taka þátt.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjónarfólk 
Þingeyjar-/Stórutjarnaskóli     
Svanhildur Kristjánsdóttir                                   
Jóhanna Magnea Stefánsdóttir                         

Hlíðarvegur 6:
Brynja Ingólfsdóttir 
Ásdís Erla Jóhannesdóttir

Leikfimi eldri borgara í íþróttamiðstöðnni í Reykjahlíð er á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30 - 13:30

Leikfimitímarnir eru eldri borgurum Þingeyjarsveitar að kostnaðarlausu og er þjálfari Ásta Price, forstöðukona íþróttamiðstöðvarinnar.

Tímarnir hjá Ástu er skipulagðir með eldri borgara í huga og leggur hún áherslu á að auka styrk, liðleika og jafnvægi.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?