Almannavarnir
Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkisvaldið svo sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir nr. 82/2008.
Í gildi er samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Aðilar að samstarfssamningi þessum eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.
Í almannaverndarnefnd eiga sæti lögreglustjóri, bæjarstjórar/sveitarstjórar/oddvitar þeirra sveitarfélaga sem að samstarfssamningnum standa. Varamenn þeirra eru staðgenglar ef svo ber undir. Auk þess eiga sæti í nefndinni yfirlögregluþjónn og slökkviliðsstjórarnir hjá Akureyrarbæ og Norðurþingi.
Í gildi eru þónokkrar viðbragðsáælanir fyrir Þingeyjarsveit og Norðausturland, þær er að finna hér.
Viðbragðsáætlanir:
- Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls (17.10.25)
- Viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra Útgáfa 1.0 (01.05.2022)
- Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu.
- Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra Útgáfa1,0 – (01.10.2020)