Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

63. fundur 11. september 2025 kl. 13:00 - 14:05 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 1 - Fundargerð fræðslu- og velferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.

Einnig óskaði oddviti eftir að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 14 - Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum.
Samþykkt samhljóða.

1.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 28

Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 28. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 9. september sl. Fundargerðin er í 14 liðum. Liðir 3, 4, 5, 8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að liður 8 verði afgreiddur sem sérliður á dagskrá sveitarstjórnar í dag en afgreiðslu liða 3, 4, 5 og 9 er frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Aðrir liðir fundargerðarinnar eru staðfestir.

Samþykkt samhljóða.

2.Þingeyjarsveit - starfshópur um eignastefnu - fundargerðir

Málsnúmer 2506055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 3. fundar eignastefnunefndar.
Fundargerðin er staðfest.

3.Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - tímabundin ráðning

Málsnúmer 2509033Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta tímabundna ráðningu Hjördísar Albertsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs en skv. bókun sveitarstjórnar á 62. fundi var sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að leita tímabundinna lausna á meðan unnið yrði að ráðningu nýs sviðsstjóra. Skv. drögum að ráðningarsamningi er Hjördís ráðin í starf sviðstjóra til 31. ágúst 2026. Hjördís hefur undanfarnar vikur gegnt starfi verkefnastjóra íþrótta-, tómstunda- og menningarmála en hún var áður skólastjóri Reykjahlíðarskóla. Hjördís er með B.ed. próf í grunnskólakennarafræði og hefur jafnframt lagt stund á MLM nám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún hefur mikla kennslureynslu ásamt reynslu af stjórnun á hinum ýmsu sviðum skólasamfélagsins. Einnig var hún varaformaður Félags grunnskólakennara á árunum 2018-2021.
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Hjördísi Albertsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Þingeyjarsveitar, tímabundið til 31.08.2026 og býður hana velkomna til starfa.

Samþykkt samhljóða.

4.Umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2409055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar sem unnin hefur verið af Eflu verkfræðistofu.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

5.Skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum - tilnefningar

Málsnúmer 2508024Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá SSNE um að tilnefna fjóra aðila í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum. Tilnefningarnar hafa áður verið samþykktar af sveitarstjórn í tölvupósti.
Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi tilnefningar í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum.

Dagbjört Jónsdóttir
Guðrún María Valgeirsdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Pétur Bergmann Árnason

Samþykkt samhljóða.

6.Þurrkstöð - beiðni um aukið hlutafé

Málsnúmer 2509003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá stjórn GG2023 er varðar beiðni um aukningu hlutafjár. Þingeyjarsveit á 12,76% í hlutafélaginu GG2023 ehf. í gegnum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. Óskað er eftir að eigendur leggi fram allt að 10 m.kr. í aukið hlutafé sem varið verður til frekari uppbyggingar og þróunar þurrkstöðvar.
Til máls tóku: Árni Pétur, Guðrún, Gerður og Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta ákvörðun um hlutafjáraukningu til næsta fundar og vísar erindinu til stjórnar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar.

Samþykkt samhljóða.

7.Félag fósturforeldra - styrkbeiðni til Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2509004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur styrkbeiðni frá Félagi fósturforeldra. Félagið hefur þann tilgang að bæta líf fósturbarna og fósturfjölskyldna en fóstur er úrræði barnaverndar sveitarfélaga þegar önnur úrræði þrjóta. Félagið óskar eftir 50 þúsund króna fjárstuðningi fyrir árið 2026 til þess að þjónusta fósturforeldra og byggja áfram á nánu samstarfi við barnaverndarþjónustu.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundadagatal 2025-2026

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins vegna 2025-2026.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir framlagt fundadagatal og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta dagatalið á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Úrvinnslusjóður - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2509026Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á ársfund Úrvinnslusjóðs sem haldinn verður föstudaginn 19. september n.k. kl. 10-12 á Hótel Nordica eða í streymi.

10.Sundlaug í Reykjahlíð

Málsnúmer 2509031Vakta málsnúmer

Eyþór Kári Ingólfsson óskar eftir að málefni sundlaugar í Reykjahlíð verði tekin á dagskrá sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Haraldur og Knútur.

Haraldur leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Sveitarstjórn samþykkir að hefja endurbyggingu sundlaugar í Reykjahlíð árið 2026. Í fjárhagsáætlun 2026 verði áætlað allt að 150 milljónir í undirbúning, hönnun og framkvæmdir.

Greinargerð með tillögu:

Mikil fólksfjölgun hefur verið í Mývatnssveit síðustu ár og sundlaug hefur jákvæð áhrif á mannlíf og heilsueflandi samfélag. Sundlaug mun því bæta búsetugæði í Mývatnssveit og ferðamenn munu sækja sundlaugina eins og áður var. Störfum mun fjölga og sundlaug mun hafa mörg jákvæð áhrif á mannlífið.

Tillagan er felld með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Úllu og Guðrúnar. Samþykkir voru Halldór, Haraldur og Eyþór.

Knútur leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:

Að byggja sundlaug er ekki slæm hugmynd með tilliti til þeirra gæða sem hún hefur í för með sér fyrir þann hluta íbúa sem nýtir sér það. Það er ekki umdeilt.

Með vísan í gögn sundlaugarnefndar þá er áætlaður byggingarkostnaður sundlaugar í Reykjahlíð er ríflega 400 milljónir og árlegur rekstrarkostnaður umfram tekjur samkvæmt útreikningum um 32 milljónir. Og samkvæmt greiningu í fylgigögnum þá þarf árlegur ávinningur samfélags þarf að vera 46 miljónir til að verkið standi undir sér.

Á sama tíma og fyrirséð er að brýn þörf er á að styðja verulega við veitur sveitarfélagsins og fjármagna umfangsmikil viðhaldsverkefni á næstu árum þá er þetta ákvörðun sem er myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu sveitarfélagsins og fjárhagslegan sveigjanleika.

Meirihluti sveitarstjórnar telur því ekki rétt að hefja vinnu við undirbúning sundlaugarbyggingar í Reykjahlíð.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Úllu og Guðrúnar. Atkvæði á móti greiddu Halldór, Haraldur og Eyþór.

11.Bárðardalsvegur vestri - ályktun.

Málsnúmer 2509030Vakta málsnúmer

Eyþór Kári Ingólfsson óskar eftir að málefni Bárðardalsvegs vestri verði sett á dagskrá sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Eyþór, Árni Pétur, Arnór, Guðrún og Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar minnir á mikilvægi þess að hefja framkvæmdir við uppbyggingu og álagningu bundins slitlags á Bárðardalsveg vestri sem fyrst.
Verkefnið er forgangsmál í samgöngustefnu SSNE og var í tillögu að samgönguáætlun fyrir 2024.
Bárðardalsvegur vestri er annar tveggja tengivega á Íslandi sem enn er malarvegur.

Samþykkt samhljóða.

12.Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun

Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar sem tilbúin er til auglýsingar.
Til máls tóku: Knútur, Eyþór og Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að leggja fram tillögu að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2023-2043 til auglýsingar og kynningar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan sem er merkt mál nr. 881/2023 í skipulagsgátt, verður auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Bændablaðinu, á heimasíðu sveitarfélagsins og verður aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins á auglýsingatíma.
Sveitarstjórn felur skipulagsráðgjafa að annast auglýsingu og kynningu skipulagstillögunnar í samræmi við lög og reglur.

Samþykkt samhljóða.

13.LSNE - Erindi til samstarfssveitarfélaga vegna drónaverkefnis

Málsnúmer 2509032Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra er varðar tilraunaverkefni embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að taka upp

fjarstýrða flugdróna til að auka viðbragð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan

sólarhringinn. Óskað er eftir fjárframlagi 2,5 m.kr. en einnig gæti fallið til kostnaður ef koma þarf rafmagni og netsambandi utan fasteigna sem lögreglan hefur umráð yfir.
Til máls tóku: Eyþór, Árni Pétur og Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari kynningu á erindinu frá LSNE.

Samþykkt samhljóða.

14.Rekstrar- og fagleg úttekt á skólum

Málsnúmer 2505094Vakta málsnúmer

Á 28. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar."
Til máls tóku: Arnór og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði fagleg og rekstrarleg úttekt á skólum Þingeyjarsveitar. Fyrir liggja tilboð frá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og frá HLH ráðgjöf ásamt styrk frá Jöfnunarsjóði til verksins. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við ofangreinda aðila.

Samþykkt samhljóða.

15.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar helstu atriði vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Til máls tók: Gerður.

16.Kosningar - minnisblað

Málsnúmer 2509020Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi kosningafyrirkomulag.
Til máls tók: Knútur.

17.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 312. fundar stjórnar Norðurorku hf. frá 26. ágúst 2025.

18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. ágúst s.l.

19.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2311142Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20. júní 2025
Til máls tók: Knútur.

Fundi slitið - kl. 14:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?