Fara í efni

Sundlaug í Reykjahlíð

Málsnúmer 2509031

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Eyþór Kári Ingólfsson óskar eftir að málefni sundlaugar í Reykjahlíð verði tekin á dagskrá sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Haraldur og Knútur.

Haraldur leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Sveitarstjórn samþykkir að hefja endurbyggingu sundlaugar í Reykjahlíð árið 2026. Í fjárhagsáætlun 2026 verði áætlað allt að 150 milljónir í undirbúning, hönnun og framkvæmdir.

Greinargerð með tillögu:

Mikil fólksfjölgun hefur verið í Mývatnssveit síðustu ár og sundlaug hefur jákvæð áhrif á mannlíf og heilsueflandi samfélag. Sundlaug mun því bæta búsetugæði í Mývatnssveit og ferðamenn munu sækja sundlaugina eins og áður var. Störfum mun fjölga og sundlaug mun hafa mörg jákvæð áhrif á mannlífið.

Tillagan er felld með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Úllu og Guðrúnar. Samþykkir voru Halldór, Haraldur og Eyþór.

Knútur leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:

Að byggja sundlaug er ekki slæm hugmynd með tilliti til þeirra gæða sem hún hefur í för með sér fyrir þann hluta íbúa sem nýtir sér það. Það er ekki umdeilt.

Með vísan í gögn sundlaugarnefndar þá er áætlaður byggingarkostnaður sundlaugar í Reykjahlíð er ríflega 400 milljónir og árlegur rekstrarkostnaður umfram tekjur samkvæmt útreikningum um 32 milljónir. Og samkvæmt greiningu í fylgigögnum þá þarf árlegur ávinningur samfélags þarf að vera 46 miljónir til að verkið standi undir sér.

Á sama tíma og fyrirséð er að brýn þörf er á að styðja verulega við veitur sveitarfélagsins og fjármagna umfangsmikil viðhaldsverkefni á næstu árum þá er þetta ákvörðun sem er myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu sveitarfélagsins og fjárhagslegan sveigjanleika.

Meirihluti sveitarstjórnar telur því ekki rétt að hefja vinnu við undirbúning sundlaugarbyggingar í Reykjahlíð.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Arnórs, Úllu og Guðrúnar. Atkvæði á móti greiddu Halldór, Haraldur og Eyþór.
Getum við bætt efni þessarar síðu?