Fjárhagsáætlun 2026
Málsnúmer 2506018
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að tímalínu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar helstu atriði vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Eftirfarandi forsendur eru hér með lagðar fyrir sveitarstjórn:
Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Álagning fasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári:
Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis
Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana og fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.
Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati.
Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Álagning fasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári:
Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis
Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana og fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.
Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati.
Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Til máls tóku: Gerður og Eyþór.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati verði fellt niður og mælagjald vegna vatnsgjalds fyrirtækja verði tekið upp.
Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Ákvörðun fasteignaskatt er frestað og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að skoða möguleika til lækkunar án verulegra áhrifa á rekstur sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati verði fellt niður og mælagjald vegna vatnsgjalds fyrirtækja verði tekið upp.
Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Ákvörðun fasteignaskatt er frestað og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að skoða möguleika til lækkunar án verulegra áhrifa á rekstur sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025
fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2026.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir að lækka hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, A-flokki úr 0,625% í 0,595%.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að lækka hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, A-flokki úr 0,625% í 0,595%.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 69. fundur - 27.11.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2026 auk áætlunar fyrir árin 2027 - 2029
Til máls tóku: Gerður, Árni Pétur og Knútur.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og undirfyrirtækja, fyrir 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og undirfyrirtækja, fyrir 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 er lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta.
Áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 27. nóvember 2025.
Í A-hluta er aðalsjóður auk áhaldahúss og eignasjóðs. Í B-hluta eru veitustofnanir sveitarfélagsins, Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf ásamt Dvalarheimili aldraðra sf., sem kemur inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum sem samþykktar voru fundum sveitarstjórnar 25. september og 23. október sl.
Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára eða 14,97% og hækkun útsvarstekna er áætluð 12%.
Álagningarhlutföll lóðarleigu og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára en reglur um tekjuviðmið vegna afsláttar voru hækkuð til samræmis við almennar hækkanir eða um 3,4%. Vatnsgjald hækkar úr 0,17% í 0,19% en fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði voru lækkaðir á milli ára, úr 0,625% í 0,595%, aðrir flokkar fasteignaskatta haldast óbreyttir á milli ára. Sorphirðugjöld haldast óbreytt á milli ára.
Almennar gjaldskrár hækka um 3,4% en gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækka minna eða um 2,5%. Frístundastyrkur er óbreyttur á milli ára, 50 þúsund kr en hann var hækkaður úr 30 í 50 þúsund á síðasta ári.
Í fjárhagsáætlun vegna 2026 er lögð áhersla á lögbundna grunnþjónustu sveitarfélagsins en henni fylgir einnig áætlun um framkvæmdir næsta árs. Heildarupphæð framkvæmda á árinu 2026 er áætluð 312,3 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir 262,1 m.kr. framkvæmdum. Skv. útgönguspá 2025 er áætlað að fjárfesting ársins 2025 endi í 182 m.kr..kr. Helsta skýring á því hve miklu munar á áætluðum fjárfestingum ársins og raunfjárfestingum er sú að framkvæmdir við leikskóla á Stórutjörnum ásamt þakviðgerð skólabyggingarinnar frestuðust og verða þær framkvæmdir stærstu einstöku framkvæmdir næsta árs. Meðal annarra framkvæmda má nefna endurnýjun á lögnum hitaveitu-, vatnsveitu-, og fráveitukerfa ásamt framkvæmdum við endurnýjun á kaldavatnslögn í Bjarnarflagi, framkvæmdir við stigaganga í Þingeyjarskóla, endurbætur á útisvæðum við skólabyggingar sveitarfélagsins, verkefni skv. umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, áframhaldandi framkvæmdir við göngu- og hjólastíg í Mývatnssveit og hönnun á bílastæðum og gönguleiðum við Aldeyjarfoss.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Þingeyjarsveitar nemi 3.258 m.kr í A- og B- hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 3.039 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 2.922 m.kr. en þar af eru rekstrargjöld í A-hluta 2.798 m.kr.
Áætlað er að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæð um 335,5 m.kr. Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður samtals 123,6 m.kr. Rekstrarhagnaður A- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 240,9 m.kr. og rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er áætluð 103,6 m.kr.
Eignir Þingeyjarsveitar eru áætlaðar í árslok 2026, 3.441 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 2.715 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 1.942 m.kr. Þar af hjá A-hluta 1.570 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.499 m.kr hjá A og B hluta og eiginfjárhlutfall 43,6%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.145 m.kr. og eiginfjárhlutfall 42,2%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 229 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 239 m.kr.
Skuldaviðmið Þingeyjarsveitar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður 45,2% samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2027-2029 í A og B hluta eru þær að áætlaðar rekstrartekjur fyrir árið 2027 eru 3.300 m.kr., fyrir árið 2028 3.418 m.kr. og fyrir árið 2029 3.509 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta samtals er áætluð jákvæð fyrir árið 2027 um 86 m.kr., fyrir árið 2028 um 90 m.kr. og fyrir árið 2029 um 68 m.kr
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2027 verði 266 m.kr., fyrir árið 2028 verði það 279 m.kr. og fyrir árið 2029 verði það 264 m.kr.
Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega, skuldaviðmið er 45,2% eins og áður segir og er það því vel undir opinberum viðmiðunarmörkum sem eru 150%.
Sveitarfélagið stendur vel hvað varðar önnur þau fjárhagslegu viðmið sem reglugerð 502/2012 gerir kröfu um.
Íbúum sveitarfélagsins heldur áfram að fjölga. Þann 8. desember voru þeir 1586 en voru 1.540 um síðustu áramót sem er fjölgun um 3%.
Áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 27. nóvember 2025.
Í A-hluta er aðalsjóður auk áhaldahúss og eignasjóðs. Í B-hluta eru veitustofnanir sveitarfélagsins, Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf ásamt Dvalarheimili aldraðra sf., sem kemur inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum sem samþykktar voru fundum sveitarstjórnar 25. september og 23. október sl.
Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára eða 14,97% og hækkun útsvarstekna er áætluð 12%.
Álagningarhlutföll lóðarleigu og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára en reglur um tekjuviðmið vegna afsláttar voru hækkuð til samræmis við almennar hækkanir eða um 3,4%. Vatnsgjald hækkar úr 0,17% í 0,19% en fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði voru lækkaðir á milli ára, úr 0,625% í 0,595%, aðrir flokkar fasteignaskatta haldast óbreyttir á milli ára. Sorphirðugjöld haldast óbreytt á milli ára.
Almennar gjaldskrár hækka um 3,4% en gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækka minna eða um 2,5%. Frístundastyrkur er óbreyttur á milli ára, 50 þúsund kr en hann var hækkaður úr 30 í 50 þúsund á síðasta ári.
Í fjárhagsáætlun vegna 2026 er lögð áhersla á lögbundna grunnþjónustu sveitarfélagsins en henni fylgir einnig áætlun um framkvæmdir næsta árs. Heildarupphæð framkvæmda á árinu 2026 er áætluð 312,3 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir 262,1 m.kr. framkvæmdum. Skv. útgönguspá 2025 er áætlað að fjárfesting ársins 2025 endi í 182 m.kr..kr. Helsta skýring á því hve miklu munar á áætluðum fjárfestingum ársins og raunfjárfestingum er sú að framkvæmdir við leikskóla á Stórutjörnum ásamt þakviðgerð skólabyggingarinnar frestuðust og verða þær framkvæmdir stærstu einstöku framkvæmdir næsta árs. Meðal annarra framkvæmda má nefna endurnýjun á lögnum hitaveitu-, vatnsveitu-, og fráveitukerfa ásamt framkvæmdum við endurnýjun á kaldavatnslögn í Bjarnarflagi, framkvæmdir við stigaganga í Þingeyjarskóla, endurbætur á útisvæðum við skólabyggingar sveitarfélagsins, verkefni skv. umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, áframhaldandi framkvæmdir við göngu- og hjólastíg í Mývatnssveit og hönnun á bílastæðum og gönguleiðum við Aldeyjarfoss.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Þingeyjarsveitar nemi 3.258 m.kr í A- og B- hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 3.039 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 2.922 m.kr. en þar af eru rekstrargjöld í A-hluta 2.798 m.kr.
Áætlað er að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæð um 335,5 m.kr. Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður samtals 123,6 m.kr. Rekstrarhagnaður A- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 240,9 m.kr. og rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er áætluð 103,6 m.kr.
Eignir Þingeyjarsveitar eru áætlaðar í árslok 2026, 3.441 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 2.715 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 1.942 m.kr. Þar af hjá A-hluta 1.570 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.499 m.kr hjá A og B hluta og eiginfjárhlutfall 43,6%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.145 m.kr. og eiginfjárhlutfall 42,2%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 229 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 239 m.kr.
Skuldaviðmið Þingeyjarsveitar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður 45,2% samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2027-2029 í A og B hluta eru þær að áætlaðar rekstrartekjur fyrir árið 2027 eru 3.300 m.kr., fyrir árið 2028 3.418 m.kr. og fyrir árið 2029 3.509 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta samtals er áætluð jákvæð fyrir árið 2027 um 86 m.kr., fyrir árið 2028 um 90 m.kr. og fyrir árið 2029 um 68 m.kr
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2027 verði 266 m.kr., fyrir árið 2028 verði það 279 m.kr. og fyrir árið 2029 verði það 264 m.kr.
Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega, skuldaviðmið er 45,2% eins og áður segir og er það því vel undir opinberum viðmiðunarmörkum sem eru 150%.
Sveitarfélagið stendur vel hvað varðar önnur þau fjárhagslegu viðmið sem reglugerð 502/2012 gerir kröfu um.
Íbúum sveitarfélagsins heldur áfram að fjölga. Þann 8. desember voru þeir 1586 en voru 1.540 um síðustu áramót sem er fjölgun um 3%.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Jóna Björg, Arnór, Gerður, Úlla, Árni Pétur og Knútur.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og næstu þrjú ár á eftir.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og næstu þrjú ár á eftir.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að tímalínu fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leiða vinnu við fjárhagsáætlunargerð eftir framlagðri áætlun.
Samþykkt samhljóða.