Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2506018

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að tímalínu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að tímalínu fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leiða vinnu við fjárhagsáætlunargerð eftir framlagðri áætlun.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 63. fundur - 11.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar helstu atriði vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Eftirfarandi forsendur eru hér með lagðar fyrir sveitarstjórn:



Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.



Álagning fasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári:

Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis

Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana og fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.

Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.



Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:

Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati.



Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.

Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.
Til máls tóku: Gerður og Eyþór.

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi:

Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,190 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteignamati verði fellt niður og mælagjald vegna vatnsgjalds fyrirtækja verði tekið upp.

Almennar gjaldskrár hækki um 3,4% og er þar horft til meðaltals af helstu verðbólguspám vegna ársins 2026. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði horft til forsendna í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þau hækkuð um 4,25%.

Ákvörðun fasteignaskatt er frestað og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að skoða möguleika til lækkunar án verulegra áhrifa á rekstur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025

fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2026.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að lækka hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, A-flokki úr 0,625% í 0,595%.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?