Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

69. fundur 27. nóvember 2025 kl. 13:00 - 13:47 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og kannaði lögmæti fundar. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboð.

1.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 31

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 31. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 20. nóvember. Fundargerðin er í þremur liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Ragnhildur Hólm fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

2.Skipulagsnefnd - 43

Málsnúmer 2511004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar frá 19. nóvember. Fundargerðin er í 15 liðum. Liður 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hann sérstakur liður á dagskrá fundarins.
Knútur Emil kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

3.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2026 auk áætlunar fyrir árin 2027 - 2029
Til máls tóku: Gerður, Árni Pétur og Knútur.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og undirfyrirtækja, fyrir 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

4.Útsvarsprósenta 2026

Málsnúmer 2511050Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að útsvarsprósentu 2026.
Sveitarstjórn samþykkir að fullnýting verði á útsvari skv. lögum sbr.1.mgr., 23.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.

Samþykkt samhljóða.

5.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 2505090Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til umræðu gjaldskrár Þingeyjarsveitar fyrir árið 2026.
Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til fyrri umræðu:
Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar 2026.
Gjaldskrá Flateyjarhafnar á Skjálfandaflóa 2026.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda ásamt gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúa 2026.
Gjaldskrá Hitaveitu Reykjahlíðar 2026.
Gjaldskrá Hitaveitu Reykdæla, Hitaveitu Stórutjarna og tengigjald fráveitna og vatnsveitna 2026.
Gjaldskrá fráveitugjalda 2026.
Gjaldskrá búfjárhald og varsla 2026.
Gjaldskrá sorphirðu 2026.
Gjaldská hunda- katta- og fiðurfjárhalds 2026.
Gjaldskrá rotþróa 2026.
Gjaldskrá lóðarleigu 2026.
Gjaldskrá vatnsgjalds 2026.
Sveitarstjórn vísar framlögðum gjaldskrám til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til samþykktar:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðva 2026.
Gjaldskrá malarnáma 2026.
Gjaldskrá vegna útleigu á skólahúsnæði 2026.
Gjaldskrá heimaþjónustu 2026.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2026.
Gjaldskrá leikskóla 2026.
Gjaldskrá mötuneyta og skólavistunar 2026.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2026.
Gjaldskrá félagsheimila Þingeyjarsveitar - Breiðamýri og Ljósvetningabúð 2026.
Gjaldskrá félagsheimila Þingeyjarsveitar - Skjólbrekka 2026.
Gjaldskrá félagsheimila Þingeyjarsveitar - Ýdalir 2026.
Gjaldskrá búnaðar félagsheimila Þingeyjarsveitar 2026.
Gjaldskrá Þeistareykjaskáli 2026.
Gjaldskrá fasteignaskatts 2026 ásamt reglum um afslætti af fasteignaskatti.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár og felur sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.

6.Sparisjóður Þingeyinga - heimild til lántöku 2025

Málsnúmer 2511049Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir töku langtímalána allt að upphæð 400 m.króna. Í ljósi þess að ekki er þörf fyrir langtíma lántöku á árinu er lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að sækja um allt að 100 m.kr. yfirdráttarheimild, ef þörf verður á hjá Sparisjóði Þingeyinga sem yrði greidd upp á fyrri helmingi árs 2026.
Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að taka allt að 100 mkr yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

7.Hulda náttúruhugvísindasetur

Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Svartárkoti, menningu-náttúru um áframhaldandi stuðning við Huldu náttúruhugvísindasetur en sveitarfélagið hefur undanfarin þrjú ár styrkt setrið um 5 m.kr. framlag á ári.
Til máls tóku: Árni Pétur, Gerður, Sigurður og Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir styrk til HULDU náttúruhugvísindaseturs um 5 mkr á ári næstu þrjú árin.

Samþykkt samhljóða.





8.Náttúrustofa Norðurlands - viðauki 2026 við samning um rekstur

Málsnúmer 2511047Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur viðauki við samning 2026 um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við samning um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands og felur sveitarstjóra að undirrita hann f.h. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9.Kristnesspítali - staða starfsemi og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 2511048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar til heilbrigðisráðherra um stöðu starfsemi Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu.
Til máls tóku: Gerður og Knútur.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir með sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og öldungaráði í erindi til heilbrigðisráðuneytisins um að tryggja verði áframhaldandi endurhæfingaþjónustu á Kristnesi.

Samþykkt samhljóða.

10.ÍMS - þarfagreining vegna mögulegra þakviðgerða

Málsnúmer 2511051Vakta málsnúmer

Langvarandi lekavandamál hafa verið á þaki Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykjahlíð. Nýverið fóru fram bráðabirgðaviðgerðir á þakinu en ljóst er að huga þarf að endurnýjun þaksins á næstu árum.



Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir að fela umsjónarmanni fasteigna ásamt sveitarstjóra að meta viðhaldsþörf þaksins og leggja niðurstöður fyrir sveitarstjórn. Jafnframt skal skoðuð hugmynd frá Mývetningi um byggingu annarrar hæðar ofan á húsið og sú hugmynd kostnaðarmetin samhliða mati við endurbyggingu þaks ásamt því að kanna þörf fyrir aukið byggingamagn við Íþróttamiðstöðina.

Samþykkt samhljóða.

11.Laugar - Barnaskólabrekkan

Málsnúmer 2511052Vakta málsnúmer

Mikið viðhald er komið á veginn upp að Þingey - stjórnsýsluhúsi sem í daglegu tali er kallaður Barnaskólabrekkan en áhöld hafa verið um það hver sé raunverulegur veghaldari þessa vegar.

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að funda með Vegagerðinni í því skyni að komast að niðurstöðu um hver sér raunverulegur veghaldari þessa vegar og hvar kostnaður við viðhald eigi að liggja.

Samþykkt samhljóða.

12.Skólalóðir í Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2511053Vakta málsnúmer

Um árabil hefur verið ákall frá skólastjórnendum um endurnýjun skólalóða ásamt leiktækjum hjá leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar. Það er jafnframt eitt af áhersluatriðum sem fram kemur í Skólastefnu Þingeyjarsveitar 2024-2030. Starfshópur um eftirfylgni skólastefnu vann tillögu til fjárhagsáætlunargerðar í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, umsjónarmann fasteigna og skólastjórnendur í sveitarfélaginu.



Til máls tóku: Ragnhildur og Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir að veita 21. m.kr. til endurnýjunar lóða- og leiktækja við skóla sveitarfélagisns. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og umsjónarmanni fasteigna er falið að vinna ásamt skólastjórum þarfagreiningu svæðanna til að fjármagnið nýtist sem best ásamt því að samræma innkaup.

Samþykkt samhljóða.

13.Kjarni - norðurhluti

Málsnúmer 2511054Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur hugmyndir um að nýta Kjarna fyrir heilsutengda nærþjónustu. Áhugasamir aðilar hafa lýst áhuga á að hefja starfsemi í húsinu.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að undirbúa húsið fyrir útleigu með þarfir væntanlegra leigjenda í huga.

Samþykkt samhljóða.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 229. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög

Málsnúmer 2511035Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni 229. máls umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn telur ekki þörf á að senda inn umsögn á þessu stigi.

Samþykkt samhljóða.

15.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 237. mál - Breyting á þingsályktun nr. 24,152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Málsnúmer 2511036Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni 237. máls umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn á þessu stigi máls.

Samþykkt samhljóða.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 175. mál - Innleiðing landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda

Málsnúmer 2511037Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni 175. máls umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um innleiðingu landsbyggðamats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. nóvember nk.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn á þessu stigi máls.

Samþykkt samhljóða.

17.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar SSNE frá 6. nóvember s.l.

18.SSNE - þinggerð haustþings 29. október 2025

Málsnúmer 2511040Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð haustþings SSNE 2025 frá 29. október s.l.

19.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 316. fundar stjórnar Norðurorku hf. frá 18. nóvember s.l.

20.Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir

Málsnúmer 2208004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 31. fundar stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. frá 11. ágúst s.l.

Fundi slitið - kl. 13:47.

Getum við bætt efni þessarar síðu?