Fara í efni

ÍMS - þarfagreining vegna mögulegra þakviðgerða

Málsnúmer 2511051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 69. fundur - 27.11.2025

Langvarandi lekavandamál hafa verið á þaki Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykjahlíð. Nýverið fóru fram bráðabirgðaviðgerðir á þakinu en ljóst er að huga þarf að endurnýjun þaksins á næstu árum.



Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir að fela umsjónarmanni fasteigna ásamt sveitarstjóra að meta viðhaldsþörf þaksins og leggja niðurstöður fyrir sveitarstjórn. Jafnframt skal skoðuð hugmynd frá Mývetningi um byggingu annarrar hæðar ofan á húsið og sú hugmynd kostnaðarmetin samhliða mati við endurbyggingu þaks ásamt því að kanna þörf fyrir aukið byggingamagn við Íþróttamiðstöðina.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?