Fara í efni

Skólalóðir í Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2511053

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 69. fundur - 27.11.2025

Um árabil hefur verið ákall frá skólastjórnendum um endurnýjun skólalóða ásamt leiktækjum hjá leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar. Það er jafnframt eitt af áhersluatriðum sem fram kemur í Skólastefnu Þingeyjarsveitar 2024-2030. Starfshópur um eftirfylgni skólastefnu vann tillögu til fjárhagsáætlunargerðar í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, umsjónarmann fasteigna og skólastjórnendur í sveitarfélaginu.



Til máls tóku: Ragnhildur og Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir að veita 21. m.kr. til endurnýjunar lóða- og leiktækja við skóla sveitarfélagisns. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og umsjónarmanni fasteigna er falið að vinna ásamt skólastjórum þarfagreiningu svæðanna til að fjármagnið nýtist sem best ásamt því að samræma innkaup.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?