Skólalóðir í Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2511053
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 69. fundur - 27.11.2025
Um árabil hefur verið ákall frá skólastjórnendum um endurnýjun skólalóða ásamt leiktækjum hjá leik- og grunnskólum Þingeyjarsveitar. Það er jafnframt eitt af áhersluatriðum sem fram kemur í Skólastefnu Þingeyjarsveitar 2024-2030. Starfshópur um eftirfylgni skólastefnu vann tillögu til fjárhagsáætlunargerðar í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, umsjónarmann fasteigna og skólastjórnendur í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 21. m.kr. til endurnýjunar lóða- og leiktækja við skóla sveitarfélagisns. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og umsjónarmanni fasteigna er falið að vinna ásamt skólastjórum þarfagreiningu svæðanna til að fjármagnið nýtist sem best ásamt því að samræma innkaup.
Samþykkt samhljóða.