Fundir stjórnar SSNE 2022-2026
Málsnúmer 2209048
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 54. fundur - 30.01.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar SSNE frá 13. desesmber sl.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar 70. fundargerð stjórnar SSNE sem haldinn var 5. febrúar sl.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar SSNE frá 17. mars sl.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar SSNE frá 31. mars 2025.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar SSNE frá 30. september 2024 en kynning hennar fórst fyrir á haustdögum 2024.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 59. fundur - 22.05.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar SSNE frá 7. maí sl.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 74. fundar stjórnar SSNE frá 4. júní 2025.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur undir bókun stjórnar SSNE og gerir að sinni: Sveitarstjórn hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að aukinn kraftur verði settur í uppbyggingu græns iðngarðs við Bakka, að hálfu ríkisins, til að nýta sem best þær fjárfestingar sem ríkið hefur þegar farið í þar vegna uppbyggingarinnar, s.s. orkuöflun, línulagnir, hafnarmannvirki og gangnagerð. Enn fremur að Alþingi beiti sér fyrir því að í framkvæmdaáætlun Landsnets og kerfisáætlun 2025-2034 verði tvítenging Bakka forgangsatriði en ekki fyrirséð þörf til lengri tíma. Mikilvægt er fyrir frekari atvinnuuppbyggingu í landshlutanum að tvítengingin verði á framkvæmdaáætlun með skýra tímasetningu og fjármögnun.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur stjórnar SSNE hvað varðar breytingar á skilyrðum tíðniheimilda sem snýst um að ríkisvaldið standi við gefin loforð varðandi uppbyggingu farsímanets.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hvetur SSNE til að fylgja málinu vel eftir og gera kröfu um að landshlutasamtök hafi beina aðild að framgangi verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.