Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

66. fundur 09. október 2025 kl. 13:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá

1.Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir

Málsnúmer 2206018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um eftirtaldar breytingar um kosningar í nefndir, ráð og stjórnir:

Aðalmaður í stjórn SSNE Jóna Björg Hlöðversdóttir og til vara Knútur Emil Jónasson.

Aðalmaður í Almannavarnarnefnd NEY verður Gerður Sigtryggsdóttir og Knútur Emil Jónasson til vara.

Aðalmaður í stýrihópi Landsvirkjunar og Þingeyjarsveitar: Knútur Emil Jónasson.

Aðalmaður í stjórn Vettvangsakademíu á Hofstöðum: Árni Pétur Hilmarsson
Sveitarstjórn samþykkir að aðalmaður í stjórn SSNE verði Jóna Björg Hlöðversdóttir og Knútur Emil Jónasson til vara.
Aðalfulltrúi Þingeyjarsveitar í Almannavarnarnefnd Norðausturlands verði sveitarstjóri og Knútur Emil Jónasson varamaður.
Aðalmaður í stýrihópi Landsvirkjunar og Þingeyjarsveitar um atvinnuuppbyggingu verður Knútur Emil Jónasson.
Aðalmaður í stjórn Vettvangsakademíu á Hofsstöðum verður Árni Pétur Hilmarsson.

Samþykkt samhljóða.

2.Reykjahlíð - Jarðkönnun

Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer

Samhliða endurskoðun aðalskipulags óskaði sveitarstjórn eftir því að gerð yrði jarðkönnun á svæðinu austan Múlavegar í Reykjahlíð m.t.t. sprungumyndana. Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð frá Eflu í slíka jarðkönnun þar sem gert er ráð fyrir vinnu auk drónamynda samtals að fjárhæð 4 m.kr.
Anna Bragadóttir bar upp vanhæfi undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.

Anna yfirgaf fundinn kl. 13.05.

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir tilboð Eflu hf. og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga að tilboðinu. Framkvæmdin verður fjármögnun af handbæru fé skv. viðauka við fjárhagsáætlun sem tekinn verður fyrir undir næsta dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 13.06.

3.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2025. Um er að ræða hækkun áætlunar um 4 m.kr. vegna verkefnisins Reykjahlíð - Jarðkönnun og færist á málaflokk 09-09010 - skipulags- og byggingamál. Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.

Samþykkt samhljóða.

4.Norðurorka - boð á eigendafund

Málsnúmer 2509090Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á eigendafund Norðurorku sem haldinn verður fimmtudaginn 9. október nk. kl. 13-14. Fundurinn er haldinn í nýju fundarherbergi Norðurorku í Orkugarði, 2. hæð.
Sveitarstjórn þakkar boðið en á ekki heiman gengt í dag vegna fundar.

Samþykkt samhljóða.

5.Kvennaathvarf á Norðurlandi - umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2509098Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsókn um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf og kostnaðarskipting á milli sveitarfélaganna á Norðausturlandi. Hlutur Þingeyjarsveitar er 200.311,-
Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar.

Samþykkt samhljóða.

6.Byggðaáætlun til ársins 2036 - endurskoðun - opið samráð

Málsnúmer 2509099Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tilkynning frá Byggðastofnun um að opið sé fyrir rafrænt samráð um endurskoðun byggðaáætlunar, sem er í gildi til árs 2036. Samráðsgáttin er opin til 31. október nk.
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara tillögu að byggðaáætlun og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

7.Þingeyjarskóli - staða nýs salernis og fatahengis - bréf til sveitarstjórnar frá nemendum unglingastigs

Málsnúmer 2510007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá nemendum unglingastigs Þingeyjarskóla er varðar framgang endurbóta á salernis- og fatahengisaðstöðu skólans.
Til máls tóku: Knútur og Árni Pétur.

Sveitarstjórn þakkar nemendum erindið og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa valdið. Samkvæmt framkvæmdaáætlun átti þeim að vera lokið fyrir skólasetningu en því miður tókst það ekki. Verkið hefur verið unnið samhliða öðrum lagfæringum á sturtuklefum í Ýdölum og hafa iðnaðarmenn verið samnýttir í verkin. Verkinu er að stærstum hluta lokið og salerni og snagarými komið í notkun. Lokafrágangi verði hagað þannig að sem minnst truflun verði að.

Samþykkt samhljóða.

8.Hellir við Jarðböðin - framlenging á lokun

Málsnúmer 2510005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Náttúruverndarstofnum um umsögn og samráð vegna framlengingu lokunar hella við Jarðböðin til og með 19. apríl 2026. Frestur til að skila inn umsögn er fyrir lok dags 9. október.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlengingu lokunar hellisins til 19. apríl 2026.

Samþykkt samhljóða.

9.Vegagerðin - þjónusta við malarvegi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2406049Vakta málsnúmer

Til umræðu er ástand malarvega í sveitarfélaginu en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
Til máls tóku: Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástand malarvega í sveitarfélaginu þarf að bæta og hefla þarf malarvegi fyrir haustið svo ástand veganna sé bærilegt fram eftir hausti og framkvæmdum verði lokið fyrir frost og vetur. Vert er að minna á að vegi með bundnu slitlagi þarf ekki að hefla.

Samþykkt samhljóða.

10.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra - árleg ráðstefna 2025

Málsnúmer 2510008Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á árlega ráðstefnu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra sem haldin verður 16. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 105. máls - stefnur og aðgerðaráætlanir húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna ..

Málsnúmer 2509091Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis er varðar 105. mál, frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaráætlun á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál, stefnumörkun.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október.
Sveitarstjórn fjallaði um málið þegar það var til afgreiðslu á vorþingi 2025 á 58.fundi sínum og sendi inn umsögn þar sem tekið var undir umsögn Byggðastofnunar. Sveitarstjórn ítrekar að hún tekur undir fyrrnefnda umsögn Byggðastofnunar frá 14. apríl 2025.

Samþykkt samhljóða.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 85. máls - tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040

Málsnúmer 2509097Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni 85. máls umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 10.október nk.
Fyrir fundinum liggur umsögn frá SSNE um málið. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn þar sem tekið er undir umsögn SSNE.

Samþykkt samhljóða.

13.Mennta- og barnamálaráðuneytið - umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um snjalltæki í grunnskóla

Málsnúmer 2510006Vakta málsnúmer

Frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Frestur til að skila athugasemdum í samráðsgátt er til 17. október.
Til máls tóku: Árni Pétur og Knútur.

Sveitarstjórn hvetur fræðslu- og velferðarnefnd og skólastjórnendur til að kynna sér frumvarpið og senda inn umsögn ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

14.SSNE - boð á haustþing 2025

Málsnúmer 2509101Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á rafrænt haustþing SSNE 2025, miðvikudaginn 29. október nk.

15.Úrvinnslusjóður - greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar - frestun á uppgjöri

Málsnúmer 2509085Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar tilkynning um frestun á uppgjöri frá Úrvinnslusjóði er varðar greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar.

16.Innviðaráðuneytið - þátttakendur í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa 2025

Málsnúmer 2510002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf innviðaráðuneytis til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að gefa þessum minningardegi gaum í starfi sínu með einhverjum hætti og nota til áminningar um mikilvægt málefni.

Samþykkt samhljóða.

17.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september sl.

18.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Norðurorku hf. frá 30. september sl. Fundur 313 var haldinn 16. september sl. þar sem eitt mál var á dagskrá og var það bókað sem trúnaðarmál.

19.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar SSNE frá 25. september sl.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?