Fara í efni

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2502055

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 56. fundur - 27.02.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.
Samtals upphæð viðauka nr. 1 er 14,5 m.kr. og er hann annarsvegar vegna viðhalds á Hlíðavegi 6, 3,5 m.kr. sem færist á málaflokk 31310 og hinsvegar vegna endurnýjunar á snjótroðara 11 m.kr. sem færist á eignasjóð Þingeyjarsveitar. Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.

Til máls tók: Knútur, Árni Pétur og Ragnhildur.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki nr. 2. Viðaukinn er í þremur liðum:

a: Vegna hækkunar á þjónustusamningi vegna NPA þjónustu sem færist á málaflokk 02-520 Hækkun samnings er samtals 10 m.kr.

b: Styrkur til Bárðarborgar ehf. 2 m.kr. sem færist á málaflokk 05-890.

c: Stofnframlag til Vettvangsakademíunnar á Hofstöðum 557 þús. sem færist á fjárfestingu.

Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka.

Getum við bætt efni þessarar síðu?