Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

62. fundur 28. ágúst 2025 kl. 13:00 - 14:07 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að fundargerð 5. fundar framkvæmda- og veitunefndar verði bætt við í lið nr. 2 á dagskrá fundarins með afbrigðum þannig að í þeim lið verða fundargerðir 3.,4., og 5. fundar staðfestar.

Samþykkt samhljóða.

Einnig óskar oddviti eftir að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 18 - Trúnaðarmál

Aðrir liðir aftan við þann lið færast niður um einn lið.

Samþykkt samhljóða.

1.Skipulagsnefnd - 38

Málsnúmer 2506006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 38. fundar skipulagsnefndar frá 8. júlí. Fundargerðin er í 4 liðum. Liður 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sérstakur liður á dagskrá fundarins.
Knútur kynnti fundargerðina.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta lið nr. 1 í fundargerð skipulagsnefndar til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin er staðfest.

2.Framkvæmda- og veitunefnd - fundargerðir

Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar fundargerðir 3., 4. og 5. fundar framkvæmda- og veitunefndar. Liður 2 í fundargerð 4. fundar þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sérliður á dagskrá fundarins undir lið 13 - fjárhagsáætlun viðaukar.
Knútur kynnti fundargerðir framkvæmda- og veitunefndar.

Fundargerðin er staðfest.

3.Skipulagsnefnd - 39

Málsnúmer 2507001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar frá 20.ágúst. Fundargerðin er í 9 liðum. Liður nr. 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sérstakur liður á dagskrá fundarins.

Knútur kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

4.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 21

Málsnúmer 2508001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar 21. fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 18. ágúst. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gerður kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

5.Fjallskilanefnd Fnjóskdæla Lokastaðadeild - styrkumsókn

Málsnúmer 2506067Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur styrkumsókn frá fjallskilanefnd Fnjóskdæla, Lokastaðadeild til að endurgirða og laga núverandi afréttargirðingu á Flateyjardal við Vestari-Króka.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og nýsköpunarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

6.Kálfaströnd - erindi vegna leigurýmis

Málsnúmer 2506068Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Náttúrufræðistofnun er varðar leigu á gamla íbúðarhúsinu á Kálfaströnd, ástand leigurýmis og framtíðar leigumöguleika.
Til máls tóku: Knútur og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að stytta leigutímabil stofnunarinnar þ.a. það verði leigt 5 mánuði á ári til eins árs. Sveitarstjórn felur umsjónarmanni fasteigna að sjá til þess að gert verði við svalahurð. Einnig verði ástand hússins metið og niðurstöður lagðar fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

7.Norðurorka - lántaka 2025

Málsnúmer 2506075Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna lántöku 2025.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi þann 28.8.2025 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að höfuðstól allt að kr. 300.000.000-, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélag selji eignarhlut í félagsins til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur kt. 031066-5499 sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

8.Loftslagsstefna SSNE - skipan í starfshóp

Málsnúmer 2507004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá SSNE er varðar skipan í starfshóp fyrir loftslagsstefnu Norðurlands eystra.
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Þingeyjarsveitar í starfshópi fyrir loftslagsstefnu Norðurlands eystra verði Arnheiður Rán Almarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

9.Skógahlíð 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús

Málsnúmer 2502049Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi deiliskipulagsbreytingu Skóga - frístundabyggð:

"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10.Þúfan áfangaheimili - beiðni um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2507019Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um rekstrarstyrk frá almannaheillafélaginu Lítil þúfa fta. fyrir Þúfuna áfangaheimili fyrir konur í bata frá vímuefnaröskun.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við styrkbeiðninni að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða.

11.Héraðsnefnd Þingeyinga - ársreikningur 2024

Málsnúmer 2507024Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur frá Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fyrir 2024. Einnig endurskoðunarbréf og staðfestingarbréf löggilts endurskoðanda.
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi ársreikning Héraðsnefndar Þingeyinga ásamt fylgiskjölum.

Samþykkt samhljóða.

12.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025. Viðaukinn er vegna hækkunar framlags til Félagsþjónustu Norðurþings og færist á málaflokk 02. Hækkun framlags nemur 26,3 m.kr. Viðaukinn er fjármagnaður af handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.

13.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025. Um er að ræða breytingu á viðhaldsáætlun ársins en áætlaðar voru 12 m.kr. vegna endurnýjunar stigagangs íbúðarálmu Þingeyjarskóla sem tilheyrir eignasjóði eða deild 31-106. Sú viðhaldsupphæð færist yfir á viðhald íbúðar í parhúsi við Þingeyjarskóla og færist á Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar, deild 57-620. Engin breyting verður á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.

14.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu loftslagsstefna Þingeyjarsveitar en afgreiðslu hennar var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

15.Tjarnir hf. - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2508028Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð frá stjórn Tjarna hf. Fundurinn verður haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 28. ágúst 2025 kl. 19:30.
Sveitarstjórn samþykkir að Arnór Benónýsson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Tjarna ehf.

Samþykkt samhljóða.

16.Almennar íbúðir - staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins 2025

Málsnúmer 2508026Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja tvö erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun(HMS) vegna umsóknar Brákar hses. um byggingu tveggja parhúsa í sveitarfélaginu. Annarsvegar á Laugum og hinsvegar í Aðaldal. Óskað er staðfestingar Þingeyjarsveitar á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Einnig óskar HMS eftir upplýsingum form stofnframlags.
Sveitarstjórn samþykkir að staðfesta stofnframlag til tveggja parhúsa sem Brák hses. hyggst byggja í sveitarfélaginu. Stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

17.Sviðsstjóri fjölskyldumála - uppsögn

Málsnúmer 2508031Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur uppsagnarbréf frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ástu F. Flosadóttur.
Til máls tóku: Ragnhildur Hólm og Gerður.

Sveitarstjórn þakkar Ástu Flosadóttur fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita tímabundinna lausna á meðan unnið er að ráðningu nýs sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Samþykkt samhljóða.

18.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2508041Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók

19.Vatnajökulsþjóðgarður - breytingartillaga á stjórnunar- og verndaráætlun - Vonarskarð

Málsnúmer 2507022Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Náttúruverndarstofnun, sem vekur athygli á að kynningarferli er varðar breytingartillögu við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna umferðar um Vonarskarð ásamt vöktunaráætlun, stendur nú yfir og er frestur til að gera athugasemdir 6 vikur eða til 3. september 2025.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingartillögur við stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna umferðar um Vonarskarð ásamt vöktunaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

20.Fjallaborg - gangna- og vélsleðahús - athugasemd við aðalskipulag

Málsnúmer 2508013Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað varðandi erindi frá Guðmundi Salomonssyni fyrir hönd eigenda Fjallaborgar (Rauðuborgarkofa) á Mývatnsöræfum varðandi athugasemdir við aðalskipulag Þingeyjarsveitar:

"Skipulagsnefnd beinir því til málsaðila að koma athugasemdum á framfæri í auglýsingaferli aðalskipulagstillögu sem fer í auglýsingu í haust. Skipulagsnefnd vísar öðrum liðum erindisins til sveitarstjórnar.

Aðrir liðir sem skipulagsnefnd vísar til sveitarstjórnar, lúta að skyldum eigenda skálans en skv. samningi frá 1989 er Fjallskilasjóður Skútustaðahrepps 50% eigandi skálans á móti hópi vélsleðamanna í Þingeyjarsýslu. Farið er fram á að sveitarfélagið greiði efniskostnað við viðhaldsverkefni ásamt því að tryggja skálann.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar hvað varðar athugasemdir við aðalskipulag sem nú er í vinnslu og fer í auglýsingu í haust.
Hvað varðar aðra liði erindisins sem lúta að samningi eigenda skálans, felur sveitarstjórn starfshópi um eignastefnu sveitarfélagsins að funda með vélsleðamönnum í samræmi við innihald samnings.

Samþykkt samhljóða.

21.Ársreikningur 2025

Málsnúmer 2508036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Til máls tóku: Árni Pétur, Arnór og Gerður.

22.Jafnréttisstofa 25 ára - afmælisráðstefna í Hofi

Málsnúmer 2508034Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar boð á afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu þann 15. september 2025 í Hofi Akureyri kl. 13 - 16
Lagt fram til kynningar.

23.Náttúrustofa Norðausturlands - ársreikningur og ársskýrsla fyrir 2024

Málsnúmer 2506057Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

24.Mýsköpun - fréttabréf 2025

Málsnúmer 2504039Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fréttabréf Mýsköpunar ehf. fyrir annan ársfjórðung 2025.
Lagt fram til kynningar.

25.Hinsegin málefni - fræðsla fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 2507007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð um fræðslufund í fjarfundum um hinsegin mál fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Um er að ræða tvo fundi sem haldnir verða:

Þriðjudagur 9. september kl. 11 og miðvikudagur 10. september kl. 16.
Lagt fram til kynningar.

26.Fjárhagsáætlun sveitarfélaga 2026-2029 - forsendur

Málsnúmer 2507009Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029.

Lagt fram til kynningar.

27.HeimaHöfn - málþing um byggðafestu ungs fólks

Málsnúmer 2505063Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar dagskrá málþingsins "Hvað ef ég vil vera hér" - Byggðafesta ungs fólks á landsbyggðinni sem Nýheimar þekkingarsetur heldur daga 23. og 24. september nk. á Höfn í Hornafirði.
Lagt fram til kynningar.

28.J.Jónsson- umsókn um gistileyfi - Birkiland 1

Málsnúmer 2507003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsögn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna umsóknar J.Jónssonar um gistileyfi í Birkilandi 1.
Lagt fram til kynningar.

29.Atli Snær Rafnsson - Vor í Vaglaskógi - umsagnarbeiðni fyrir tækifærisleyfi til áfengisveitinga

Málsnúmer 2507020Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsögn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar umsókn Atla Snæs Rafnssonar vegna tækifærisleyfis til áfengisveitinga í tengslum við hátíðina Vor í Vaglaskógi.
Lagt fram til kynningar.

30.Kolbeinn Kjartansson - umsókn um rekstrarleyfi gistingar í flokki II - Hraunkot

Málsnúmer 2504050Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsögn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar umsókn Kolbeins Kjartanssonar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II í Hraunkoti í Aðaldal.
Lagt fram til kynningar.

31.Aðalskipulag Skagafjarðar og Húnabyggðar - fyrirspurn og umfjöllun um gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið

Málsnúmer 2507010Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar erindi Samgöngufélagsins til Vegagerðarinnar, Skagafjarðar og Húnabyggðar varðandi tillögu að gerð vega, svonefnda Húnavallaleið og Vindheimaleið í aðalskipulagi sveitarfélaganna sem nú er í vinnslu og umfjöllun um hana.
Sveitarstjórn fagnar erindi Samgöngufélagsins, ekki síst með tilliti til styttingar hringvegarins á milli Reykjavíkur og Akureyrar og þess umferðaröryggis sem ný veglagning virðist hafa í för með sér.

32.Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar - ársreikningur 2024

Málsnúmer 2507008Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársreikningur Leiguíbúða Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

33.DA - Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2507002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitastjórn liggur til kynningar Fjárhagsáætlun Dvalarheimilis aldraðra fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

34.Innviðaráðuneytið - innviðaþing 28. ágúst 2025

Málsnúmer 2508023Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá innviðaráðuneytinu um innviðaþing haldið þann 28. ágúst 2025 á Reykjavík Hótel Nordica.
Lagt fram til kynningar.

35.Náttúrufræðistofnun - ársskýrsla 2024

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársskýrsla 2024 frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lagt fram til kynningar.

36.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir 980., 981. og 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

37.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 311. fundar stjórnar Norðurorku hf. frá 24. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

38.Svæðisráð norðursvæðis - fundargerðir

Málsnúmer 2311077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir 116-118. fundar stjórnar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 13. maí, 20. maí og 24. júní
Lagt fram til kynningar.

39.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir

Málsnúmer 2501052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 82. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 2. júlí s.l.
Lagt fram til kynningar.

40.Starfshópur um eignastefnu - fundargerðir

Málsnúmer 2506055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 2. fundar starfshóps um eignastefnu frá 1. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?