Fara í efni

Aðalskipulag Skagafjarðar og Húnabyggðar - fyrirspurn og umfjöllun um gerð vega um Húnavallaleið og Vindheimaleið

Málsnúmer 2507010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 62. fundur - 28.08.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar erindi Samgöngufélagsins til Vegagerðarinnar, Skagafjarðar og Húnabyggðar varðandi tillögu að gerð vega, svonefnda Húnavallaleið og Vindheimaleið í aðalskipulagi sveitarfélaganna sem nú er í vinnslu og umfjöllun um hana.
Sveitarstjórn fagnar erindi Samgöngufélagsins, ekki síst með tilliti til styttingar hringvegarins á milli Reykjavíkur og Akureyrar og þess umferðaröryggis sem ný veglagning virðist hafa í för með sér.
Getum við bætt efni þessarar síðu?