Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503026
Vakta málsnúmerUmhverfisnefnd - 24. fundur - 13.03.2025
Arnheiður Rán Almarsdóttir kom til fundarins og fór yfir vinnu sína við gerð loftslagsbókhalds sveitarfélagsins.
Nefndin þakkar Arnheiði Rán góða kynningu og stenir á að hafa vinnufund um loftslagsstefnu á næsta fundi sínum.
Umhverfisnefnd - 31. fundur - 10.04.2025
Unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Þingeyjarsveit.
Nefndin þakkar verkefnisstjóra umhverfis- og atvinnumála fyrir góða vinnu og drög að loftslagsstefnu. Nefndin felur henni ásamt sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka saman umræður fundarins og fella inn í fyrirliggjandi drög af loftslagsstefnu. Efni hennar verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum verði gert mögulegt að skila inn athugasemdum við stefnuna.
Umhverfisnefnd - 26. fundur - 15.05.2025
Unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Þingeyjarsveit.
Arnheiður Rán mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins og drög að aðgerðaráætlun. Arnheiður bað um athugasemdir frá nefndarmönnum. Nefndin þakkar Arnheiði fyrir og stefnir á að samþykkja loftslagsáætlun, með þeim breytingum sem ræddar voru, á næsta fundi nefndarinnar.
Umhverfisnefnd - 27. fundur - 16.06.2025
Lagt fram uppkast að loftslagsstefnu Þiþngeyjarsveitar 2025-2040.
Nefndin þakkar Arnheiði Rán fyrir góð störf og ánægjulegt samstarf við gerð loftslagsstefnunar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að loftslagsstefnan verði samþykkt.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025
Á 27. fundi umhverfisnefndar var eftirfarandi fært til bókar undir lið nr. 5:
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að loftslagsstefnan verði samþykkt."
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að loftslagsstefnan verði samþykkt."
Til máls tóku: Árni Pétur, Knútur, Eyþór, Árni Pétur, Knútur, Gerður, Eyþór, Gerður og Árni Pétur.
Oddviti leggur til að afgreiðslu loftslagsstefnu verði frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti leggur til að afgreiðslu loftslagsstefnu verði frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.