Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

61. fundur 26. júní 2025 kl. 13:00 - 14:59 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem dagskrárlið 14 Arnstapi - umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku.
Samþykkt samhljóða.

1.Umhverfisnefnd - 27

Málsnúmer 2506004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 27. fundar umhverfisnefndar frá 16. júní sl. Fundargerðin er í sex liðum. Liðir 4 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sérstakir liðir á dagskrá fundarins.
Árni Pétur kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

2.Skipulagsnefnd - 37

Málsnúmer 2505006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 37. fundar skipulagsnefndar frá 18. júní. Fundargerðin er í 19 liðum. Liðir 7, 11, 13, 14, 15, 16 og 17 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sérstakir liðir á dagskrá fundarins.

Knútur kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

3.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 20

Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 20. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 10. júní. Fundargerðin er í sex liðum. Liður 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sérstakur liður á dagskrá fundarins.
Gerður kynnti fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

4.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

5.Kosning oddvita og varaoddvita

Málsnúmer 2406044Vakta málsnúmer

Í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar er kveðið á um að kjósa skuli oddvita og varaoddvita til eins árs í senn.
Til máls tók: Árni Pétur.

Árni Pétur leggur fram tillögu um Gerði Sigtryggsdóttur sem oddvita og Knút Emil Jónason sem varaoddvita.


Samþykkt með sex atkvæðum Árna Péturs, Arnórs, Jónu Bjargar, Úllu, Knúts og Gerðar. Haraldur, Halldór og Eyþór sitja hjá.

6.Ársreikningur 2024

Málsnúmer 2505076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til seinni umræðu ársreikningur Þingeyjarsveitar 2024.
Til máls tóku: Árni Pétur, Knútur og Gerður.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var jákvæð um sem nam 188,5 m.kr og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 159,6 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024 með viðaukum var gert ráð fyrir 3,9 m.kr neikvæðri rekstrarniðurstöðu í A og B hluta. Niðurstaðan er því 192,4 m.kr hagstæðari en áætlað var og hagstæðari um 66,3 m.kr heldur en niðurstaða ársins 2023 sem var jákvæð um 122,2 m.kr.

Samanlagðar rekstrartekjur í A og B hluta á árinu námu 2.722,2 m.kr., en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.571 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2024 með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrartekjum sem næmu 2.541,4 m.kr í A og B hluta. Rekstrartekjur eru því 180,8 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur 7,11%.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður, námu samtals 2.334,7 m.kr á árinu. Þar af eru laun og launatengd gjöld 1.434,2 m.kr og annar rekstrarkostnaður er 900,5 m.kr.
Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir rekstrargjöldum sem næmu 2.307,4 m.kr. Þar af laun og launatengd gjöld 1.417,4 m.kr og önnur rekstrargjöld áætluð 890 m.kr.
Laun og launatengd gjöld ársins eru því 16,8 m.kr yfir því sem áætlun gerði ráð fyrir og annar rekstrarkostnaður 10,5 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjöldi ársverka voru 110 og fækkaði þeim um fimm frá fyrra ári. Fækkun ársverka stafar að mestu leyti vegna minni umsvifa hjá DA. Meðalhækkun launa á árinu var um 7% á meðan launavísitala opinberra starfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga hækkaði um 6,7% á árinu 2024.

Afborganir langtímalána námu 152,8 m.kr. á árinu en áfallnar verðbætur 55,0 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu og er því heildarlækkun langtímalána 98 m.kr. að teknu tilliti til áfallinna verðbóta.
Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti samstæðu á árinu 2024 nam veltufé frá rekstri 361,6 m.kr á móti 307,2 m.kr árið 2023. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 282,8 m.kr á árinu.
Eigið fé í árslok nam 1.321,4 m.kr fyrir A og B hluta samanborið við 1.115,2 m.kr árið áður.
Eiginfjárhlutfall A og B hluta, nemur 42,1% í árslok. Sama hlutfall í lok árs 2023 var 36,8%. Veltufjárhlutfall lækkar lítillega á milli ára og er nú 0,78% en var 0,93%.
Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð um fjármál sveitarfélaga er 50,6% í árslok en var 54,1% í árslok 2023.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins, A og B hluta er 66,7% í árslok 2024 en var 74,7% í árslok 2023.

Í ljósi niðurstöðu ársreiknings ársins 2024 er full ástæða til bjartsýni til framtíðar. Sveitarstjórn færir stjórnendum og starfsmönnum bestu þakkir fyrir þeirra framlag til ábyrgs reksturs og góðrar þjónustu. Sveitarstjórn þakkar einnig endurskoðendum fyrir gott samstarf við gerð ársreiknings.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjárhagsáætlun 2026

Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að tímalínu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að tímalínu fyrir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leiða vinnu við fjárhagsáætlunargerð eftir framlagðri áætlun.

Samþykkt samhljóða.

8.Grenjaðarstaður - stækkun kirkjugarðs

Málsnúmer 2506035Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sóknarnefnd Grenjaðastaðarkirkju er varðar stækkun kirkjugarðsins.
Til máls tók: Árni Pétur.

Sveitarstjórn þakkar sóknarnefnd erindið og felur sveitarstjóra að ræða við landeigendur og Þjóðkirkjuna, að öðru leyti vísar sveitarstjórn erindinu til fjárhagsáætlunar 2026.

Samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulag 2023-2043

Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitastjórn liggja drög að svörum skipulagsnefndar við ábendingum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar fyrir auglýsingu.
Til máls tóku: Knútur, Gerður, Eyþór, Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn gerir svör skipulagsnefndar að sínum.

Samþykkt samhljóða.


Að auki bókar meirihluti sveitarstjórnar varðandi orkuframleiðslu:
Vísað er til skipulagsvinnu sem hófst árið 2020 vegna Einbúavirkjunar. Þann 29.5.2022 sameinuðust sveitarfélögin Þingeyjarsveit eldri og Skútustaðahreppur undir nafni nýrrar Þingeyjarsveitar. Ný sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags tók við gerð vinnslutillögu aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags.

Vinna við aðalskipulag fyrir Þingeyjarsveit grundvallast á markmiðum skipulagslaga. Markmið skipulagslaga eru m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, sbr. b. liður 1. gr. skipulagslaga. Ljóst er að hugmyndir um mismunandi landnotkun geta falið í sér að markmiðin birtast sem gagnstæð sjónarmið. Við afgreiðslu aðalskipulags er það verkefni sveitarstjórnar að taka ákvörðun um vægi sjónarmiða og setja fram stefnu sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.

Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar vísar til niðurstöðukafla álits Skipulagsstofnunar frá 31.07.2020 um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Þar segir m.a.:
Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskyldu vegna Einbúavirkjunar dags. 31. júlí 2020 segir að "Skipulagsstofnun telji að matsskýrslan uppfylli að mestu skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar felist í breyttu yfirbragði nærsvæðis virkjunarinnar með tilkomu ýmissa mannvirkja sem koma til með að breyta ásýnd hefðbundins landbúnaðarhéraðs í svæði sem ber einkenni iðnaðarsvæðis með umfangsmiklum skurðum fyrir aðveitu og fráveitu, stöðvarhús, vegum og brúm sem og stíflum og inntaksvirkjun. Fyrir liggur að fyrirhugaðar framkvæmdir munu raska eldhrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og forðast ber að raska nema vegna brýnna hagsmuna sem í greinargerð með núgildandi náttúruverndarlögum hafa verið túlkaðir sem brýnir almannahagsmunir. Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun hraunsins og telur stofnunin að setja verði það sem skilyrði við leyfisveitingar að ítarlegri rökstuðningur liggi fyrir."

Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar telur ekki að brýnir almannahagsmunir standi til þess að setja Einbúavirkjun inn á aðalskipulag enda eru möguleikar til aukinnar orkuvinnslu í Þingeyjarsveit umtalsverðir. Uppsett afl í virkjunum Landsvirkjunar í sveitarfélaginu er 182 MW og með stækkun Þeistareykjavirkjunar verður uppsett afl sömu virkjana um 250 MW. Um er að ræða landsvæði sem nú þegar hefur verið fórnað til raforkuframleiðslu og umhverfisáhrif þar af leiðandi hverfandi umfram það sem nú er. Að framansögðu þjóni það ekki almannahagsmunum að fórna óröskuðu vatnasviði Skjálfandafljóts fyrir 9,8 Mw raforkuframleiðslu.

Gerðar Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Arnór Benónýsson
Árni Pétur Hilmarsson
Úlla Árdal
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Eyþór leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:

Við undirritaðir, tökum undir athugasemdir Skipulagsstofnunar um Einbúavirkjun. Með því að setja hana ekki inná vinnslutillögu aðalskipulags var komið í veg fyrir að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fengju tækifæri til að hafa aðkomu að ákvörðuninni í gegnum lýðræðislegt samráðsferli við endurskoðun aðalskipulagsins.
Eyþór Kári Ingólfsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Haraldur Bóasson

10.Áform um burðarþolsmat í Eyjafirði

Málsnúmer 2506050Vakta málsnúmer

Í umræðu hefur verið að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð og Öxarfjörð með tilliti til mögulegs sjókvíaeldis.



Málið er sett á dagskrá að beiðni Árna Péturs Hilmarssonar.
Til máls tók: Árni Pétur, Eyþór og Jóna Björg.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skorar á atvinnuvegaráðherra að beita sér fyrir því að burðarþolsmat á Eyjafirði og Öxarfirði fari ekki fram. Báða þessa firði ætti að friða fyrir opnu sjókvíaeldi enda er þar fjöldi lax og silungsveiði áa. Í fjörðunum og í nágrenni þeirra fer nú þegar fram öflug atvinnustarfsemi sem illa rekst með sjókvíaeldi og nýtingu á hlunnindum sem hafa verið stunduð frá landnámi. Þessi áform ganga þvert á samning sem Ísland er aðili að við Sameinuðu þjóðirnar um líffræðilegan fjölbreytileika sem nú er til endurskoðunar.
Sveitarstjórn skorar á sveitarfélög á starfssvæði SSNE að taka málið upp og taka afstöðu og beinir málinu einnig til stjórnar SSNE.

Samþykkt samhljóða.

11.Þingeyjarsveit - breyting heimilisfangs sveitarfélagsins og tengdra aðila

Málsnúmer 2506051Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að flytja heimilisfang sveitarfélagsins. Nýtt heimilisfang er Þingey (F216-4006). Einnig þarf að flytja heimilisfang eftirtaldra aðila sem eru tengdir sveitarfélaginu og hafa heimilisfesti á sama stað:

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses.

Hitaveita Reykdæla

Gamla Þingeyjarsveit

Skútustaðahreppur

Veitustofnun Skútustaðahrepps



Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að flytja heimilisföng sveitarfélagsins og félaga í eigu sveitarfélagsins í Þingey.

Samþykkt samhljóða.

12.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - fjölgum íbúðum með viðráðanlegan húsnæðiskostnað - stofnframlög

Málsnúmer 2506053Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tilkynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnum um að opið sé fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum.
Til máls tók: Jóna Björg, Gerður,

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um stofnframlag til fjögurra íbúða í samstarfi við Brák íbúðafélag hses, annars vegar fyrir tveimur íbúðum í Aðaldal og hins vegar fyrir tveimur íbúðum annars staðar í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

13.Fundahlé sveitarstjórnar 2025

Málsnúmer 2506056Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að fella niður fundi sveitarstjórnar í júlí vegna sumarleyfa. Fyrsti fundur eftir fundahlé verði 14. ágúst.
Sveitarstjórn samþykkir að næsti formlegi fundur sveitarstjórnar verði 14.ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

14.Arnstapi - umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku

Málsnúmer 2506063Vakta málsnúmer

Til máls tók: Knútur og Jóna Björg.

Sveitarstjórn telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana 111/2021.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsráðgjafa að gefa út framkvæmdaleyfið samkvæmt reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2021 og 13 til 16 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn tekur þó undir fyrri afgreiðslu nefndar frá 5.maí 2022 um að áframhaldandi efnistaka kalli á mat á umhverfisáhrifum. Því er kallað eftir áformum framkvæmdaaðila til lengri tíma. Eins vill sveitarstjórn leggja áherslu á að gengið verði frá þeim hluta efnistökusvæðisins sem ekki er lengur í notkun í samræmi við leiðbeiningar á namur.is

Samþykkt samhljóða.

15.Snjómokstur í Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2404007Vakta málsnúmer

Á 20. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi snjómokstur í Þingeyjarsveit:

"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að núverandi kerfi snjómoksturs með ábúendafyrirkomulagi verði haldið áfram þar sem lítil reynsla er komin af fyrirkomulaginu vegna snjóleysis síðastliðinn vetur."
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að framlengja samninga við ábúendur um snjómokstur um eitt ár.

Samþykkt samhljóða.

16.Vor í Vaglaskógi - umsókn um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga.

Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónlistarhátíðarinnar "Vor í Vaglaskógi" sem áformað er að halda þann 26. júlí 2025. Umsækjandi er Melody Man ehf. kt. 530824-0710.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í umbeðið tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónlistarhátíðarinnar "Vor í Vaglaskógi" að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a)Að fyrir liggi skriflegt samþykki landeigenda þar sem hátíðin fer fram sem og landeigenda þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum, þ.e. Mörk, Lundur og Hróarsstaðir.
b)Formlegt samstarf verði haft við Land og skóg.
c)Að umsækjandi tryggi að sala á áfengi uppfylli lögbundin skilyrði.

Samþykkt samhljóða.

17.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer

Á 27. fundi umhverfisnefndar var eftirfarandi fært til bókar undir lið nr. 5:

"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að loftslagsstefnan verði samþykkt."
Til máls tóku: Árni Pétur, Knútur, Eyþór, Árni Pétur, Knútur, Gerður, Eyþór, Gerður og Árni Pétur.

Oddviti leggur til að afgreiðslu loftslagsstefnu verði frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

18.Sorphirða 2025 - útboð

Málsnúmer 2505040Vakta málsnúmer

Á 27. fundi umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað undir dagskrárlið 4 varðandi útboð á sorphirðu í Þingeyjarsveit.

"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklýsinguna með áorðnum breytingum."
Til máls tóku: Árni Pétur, Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða verklýsingu útboðs á sorphirðu í Þingeyjarsveit og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

19.Hverir austan Námafjalls - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2506027Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað varðandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hveri austan Námafjalls.

"Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaðilum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óska eftir umsögnum Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna að fengnum jákvæðum umsögnum samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. "





Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi að fengnum jákvæðum umsögnum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

20.Sveitarfélagið Hornafjörður, endurskoðun aðalskipulags - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2506030Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir dagskrárlið nr. 17 varðandi umsagnarbeiðni á vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Hornafjarðar:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir að svo stöddu. Máli vísað í sveitarstjórn. Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa að yfirfara framlögð sveitarfélagamörk".
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

21.Eyjafjarðarsveit - ósk um umsögn er varðar aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar, endurskoðun 2025-2037

Málsnúmer 2506004Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir dagskrárlið nr. 16 varðandi umsagnarbeiðni á skipulagsauglýsingu fyrir endurskoðuðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir að svo stöddu. Máli vísað í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

22.Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037 - beiðni - umsögn

Málsnúmer 2402068Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir dagskrárlið nr. 15 varðandi umsagnarbeiðni á vinnslutillögu nýs aðalskipulags Svalbarðarstrandarhrepps:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir að svo stöddu. Máli vísað í sveitarstjórn. Skipulagsnefnd felur skipulagsráðgjafa að yfirfara framlögð sveitarfélagamörk."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

23.Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar

Málsnúmer 2308020Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað undir dagskrárlið nr. 14 er varðar tillögu að deiliskipulagi fyrir Laxárstöðvar sem nær til virkjanasvæðis í Laxá í Aðaldal:

"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að í lista yfir mannvirki er skráð mannvirki sem er ekki innan deiliskipulagsmarka."

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn barst ósk um frestun málsins, taldi sveitarstjórn ekki rök til að fresta afgreiðslu deiliskipulagsins til auglýsingar. Í auglýsingaferlinu gefst tækifæri á að koma athugasemdum á framfæri.

Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir Laxárstöðvar sem nær til virkjanasvæðis Laxár í Aðaldal verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsráðgjafa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

24.Brún 3 - merkjalýsing

Málsnúmer 2506037Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var fært til bókar undir lið nr. 7. varðandi Brún 3 merkjalýsingu.

"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar Brún 3 verði samþykkt."
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar Brún 3.

Samþykkt samhljóða.

25.Vogar 1 - stjórnsýsluákæra vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2506008Vakta málsnúmer

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi lagt fram til kynningar undir lið 11 - Vogar 1 - stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi:

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra vegna fyrrgreindrar ákvörðunar um breytingu á deiliskipulagi Voga 1 í Mývatnssveit - breytingu frístundalóða í íbúðalóðir og hafa gögn vegna málsins verið afhent.
Til máls tók: Knútur.

Lagt fram til kynningar.

26.Greið leið - aðalfundur 2025 - ársreikningur og samþykktir

Málsnúmer 2506033Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður miðvikudaginn 25. júní.
Sveitarstjórn felur Arnóri Benónýssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

27.N1 á Laugum - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2505016Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar afgreiðsla sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna umsóknar N1 á Laugum um rekstrarleyfi.

28.Hálfkúla - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistinga

Málsnúmer 2504007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar afgreiðsla sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna umsóknar Hálfkúlu slf. kt. 650918-1340 um leyfi til reksturs gististaða að Hálfkúlu, 645 Fosshóli.

29.Starfshópur um eignastefnu - fundargerðir

Málsnúmer 2506055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 1. fundar starfshóps um eignastefnu.

30.Dvalarheimili aldraðra - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2506045Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar aðalfundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf. sem fram fer miðvikudaginn 25. júní 2025 í fundarsal Framsýnar á Húsavík, kl. 15. Einnig fundargerð og gögn síðasta stjórnarfundar DA sf.
Fyrir hönd sveitastjórnar Þingeyjarsveitar sátu Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir fundinn sem fulltrúar Þingeyjarsveitar í stjórn DA og fór Jóna Björg Hlöðversdóttir með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

31.Almannavarnarnefnd - ársreikningur fyrir 2024 og fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 2506003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársreikningur ALNEY fyrir 2024 ásamt fundargerð aðalfundar.

32.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðirnar eru nr. 979, 980, 981 og 982.

33.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 310. fundar stjórnar Norðurorku frá 21. maí 2025.

34.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2311142Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 84. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 9. maí 2025.

35.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir

Málsnúmer 2501052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 21. maí 2025.

36.Fundargerðir - almannavarnarnefnd

Málsnúmer 2308016Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð frá vorfundi almannavarnarnefndar 30. maí 2025.

37.Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Málsnúmer 2303041Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir aðalfundar stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyjarsveitar frá 26. maí 2025 og stjórnarfundar frá 26. maí 2025.

38.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 74. fundar stjórnar SSNE frá 4. júní 2025.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur undir bókun stjórnar SSNE og gerir að sinni: Sveitarstjórn hvetur Alþingi og ríkisstjórn Íslands til að bregðast skjótt við þeim aðstæðum sem nú eru uppi varðandi starfsemi PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að aukinn kraftur verði settur í uppbyggingu græns iðngarðs við Bakka, að hálfu ríkisins, til að nýta sem best þær fjárfestingar sem ríkið hefur þegar farið í þar vegna uppbyggingarinnar, s.s. orkuöflun, línulagnir, hafnarmannvirki og gangnagerð. Enn fremur að Alþingi beiti sér fyrir því að í framkvæmdaáætlun Landsnets og kerfisáætlun 2025-2034 verði tvítenging Bakka forgangsatriði en ekki fyrirséð þörf til lengri tíma. Mikilvægt er fyrir frekari atvinnuuppbyggingu í landshlutanum að tvítengingin verði á framkvæmdaáætlun með skýra tímasetningu og fjármögnun.

Samþykkt samhljóða.

39.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2311142Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir 85. og 86. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. og 23. maí 2025.
Til máls tók: Knútur.

40.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 242. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 11. júní 2025.

41.Brák íbúðarfélag hses. - ársfundur 2024

Málsnúmer 2505086Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð ársfundar 2024 stjórnar Brákar íbúðarfélags hses. frá 11. júní 2025.

42.Stýrihópur um skólastefnu - fundargerðir

Málsnúmer 2506034Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 1. fundar stýrihóps um skólastefnu Þingeyjarsveitar sem haldinn var 10. júní sl.

43.Framkvæmda- og veitunefnd

Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir 1. og 2. fundar framkvæmda- og veitunefndar.

Á 2. fundi nefndarinnar þann 20. júní sl. var fært til bókar undir 2. lið



"Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að endurnýjun heimæða

Skútustöðum verði frestað og fjármunum varið í endurnýjun á lögn frá Hlíðarvegi

suður fyrir Austurlandsveg vegna ástands lagna"
Sveitarstjórn samþykkir að fresta endurnýjun heimæða á Skútustöðum og fjármunirnir verði nýttir til endurnýjunar lagna frá Hlíðarvegi suður fyrir Austurlandsveg vegna slæms ástands lagna.

Samþykkt samhljóða.

44.Aðalfundur 2025 - Atvinnuefling Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 2506049Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ársreikningur Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar ásamt aðalfundargerð.

Fundi slitið - kl. 14:59.

Getum við bætt efni þessarar síðu?