Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun
Málsnúmer 2308006
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 55. fundur - 13.02.2025
Lögð fram tillaga um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044, þ.e. greinargerð, umhverfismatsskýrsla, skipulagsuppdrættir og skýringaruppdrættir.
Skipulagsnefnd - 36. fundur - 14.05.2025
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Þingeyjarsveit 2024-2044 var sent til yfirferðar til Skipulagsstufnunar þann 19. febrúar 2025 þar sem óskað var eftir heimild til að auglýsa það. Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsett 3. apríl 2025 bendir Skipulagsstofnun á atriði sem bregðast þarf við áður en skipulagstillagan verður auglýst. Skipulagsstofnun hefur ekki lokið við yfirferð málsins.
Skipulagsnefnd heldur vinnufund og sendir viðbrögð til skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025
Fyrir sveitastjórn liggja drög að svörum skipulagsnefndar við ábendingum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar fyrir auglýsingu.
Til máls tóku: Knútur, Gerður, Eyþór, Jóna Björg og Knútur.
Sveitarstjórn gerir svör skipulagsnefndar að sínum.
Samþykkt samhljóða.
Að auki bókar meirihluti sveitarstjórnar varðandi orkuframleiðslu:
Vísað er til skipulagsvinnu sem hófst árið 2020 vegna Einbúavirkjunar. Þann 29.5.2022 sameinuðust sveitarfélögin Þingeyjarsveit eldri og Skútustaðahreppur undir nafni nýrrar Þingeyjarsveitar. Ný sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags tók við gerð vinnslutillögu aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags.
Vinna við aðalskipulag fyrir Þingeyjarsveit grundvallast á markmiðum skipulagslaga. Markmið skipulagslaga eru m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, sbr. b. liður 1. gr. skipulagslaga. Ljóst er að hugmyndir um mismunandi landnotkun geta falið í sér að markmiðin birtast sem gagnstæð sjónarmið. Við afgreiðslu aðalskipulags er það verkefni sveitarstjórnar að taka ákvörðun um vægi sjónarmiða og setja fram stefnu sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar vísar til niðurstöðukafla álits Skipulagsstofnunar frá 31.07.2020 um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Þar segir m.a.:
Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskyldu vegna Einbúavirkjunar dags. 31. júlí 2020 segir að "Skipulagsstofnun telji að matsskýrslan uppfylli að mestu skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar felist í breyttu yfirbragði nærsvæðis virkjunarinnar með tilkomu ýmissa mannvirkja sem koma til með að breyta ásýnd hefðbundins landbúnaðarhéraðs í svæði sem ber einkenni iðnaðarsvæðis með umfangsmiklum skurðum fyrir aðveitu og fráveitu, stöðvarhús, vegum og brúm sem og stíflum og inntaksvirkjun. Fyrir liggur að fyrirhugaðar framkvæmdir munu raska eldhrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og forðast ber að raska nema vegna brýnna hagsmuna sem í greinargerð með núgildandi náttúruverndarlögum hafa verið túlkaðir sem brýnir almannahagsmunir. Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun hraunsins og telur stofnunin að setja verði það sem skilyrði við leyfisveitingar að ítarlegri rökstuðningur liggi fyrir."
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar telur ekki að brýnir almannahagsmunir standi til þess að setja Einbúavirkjun inn á aðalskipulag enda eru möguleikar til aukinnar orkuvinnslu í Þingeyjarsveit umtalsverðir. Uppsett afl í virkjunum Landsvirkjunar í sveitarfélaginu er 182 MW og með stækkun Þeistareykjavirkjunar verður uppsett afl sömu virkjana um 250 MW. Um er að ræða landsvæði sem nú þegar hefur verið fórnað til raforkuframleiðslu og umhverfisáhrif þar af leiðandi hverfandi umfram það sem nú er. Að framansögðu þjóni það ekki almannahagsmunum að fórna óröskuðu vatnasviði Skjálfandafljóts fyrir 9,8 Mw raforkuframleiðslu.
Gerðar Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Arnór Benónýsson
Árni Pétur Hilmarsson
Úlla Árdal
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Eyþór leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:
Við undirritaðir, tökum undir athugasemdir Skipulagsstofnunar um Einbúavirkjun. Með því að setja hana ekki inná vinnslutillögu aðalskipulags var komið í veg fyrir að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fengju tækifæri til að hafa aðkomu að ákvörðuninni í gegnum lýðræðislegt samráðsferli við endurskoðun aðalskipulagsins.
Eyþór Kári Ingólfsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Haraldur Bóasson
Sveitarstjórn gerir svör skipulagsnefndar að sínum.
Samþykkt samhljóða.
Að auki bókar meirihluti sveitarstjórnar varðandi orkuframleiðslu:
Vísað er til skipulagsvinnu sem hófst árið 2020 vegna Einbúavirkjunar. Þann 29.5.2022 sameinuðust sveitarfélögin Þingeyjarsveit eldri og Skútustaðahreppur undir nafni nýrrar Þingeyjarsveitar. Ný sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags tók við gerð vinnslutillögu aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags.
Vinna við aðalskipulag fyrir Þingeyjarsveit grundvallast á markmiðum skipulagslaga. Markmið skipulagslaga eru m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, sbr. b. liður 1. gr. skipulagslaga. Ljóst er að hugmyndir um mismunandi landnotkun geta falið í sér að markmiðin birtast sem gagnstæð sjónarmið. Við afgreiðslu aðalskipulags er það verkefni sveitarstjórnar að taka ákvörðun um vægi sjónarmiða og setja fram stefnu sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar vísar til niðurstöðukafla álits Skipulagsstofnunar frá 31.07.2020 um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Þar segir m.a.:
Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskyldu vegna Einbúavirkjunar dags. 31. júlí 2020 segir að "Skipulagsstofnun telji að matsskýrslan uppfylli að mestu skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar felist í breyttu yfirbragði nærsvæðis virkjunarinnar með tilkomu ýmissa mannvirkja sem koma til með að breyta ásýnd hefðbundins landbúnaðarhéraðs í svæði sem ber einkenni iðnaðarsvæðis með umfangsmiklum skurðum fyrir aðveitu og fráveitu, stöðvarhús, vegum og brúm sem og stíflum og inntaksvirkjun. Fyrir liggur að fyrirhugaðar framkvæmdir munu raska eldhrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og forðast ber að raska nema vegna brýnna hagsmuna sem í greinargerð með núgildandi náttúruverndarlögum hafa verið túlkaðir sem brýnir almannahagsmunir. Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun hraunsins og telur stofnunin að setja verði það sem skilyrði við leyfisveitingar að ítarlegri rökstuðningur liggi fyrir."
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar telur ekki að brýnir almannahagsmunir standi til þess að setja Einbúavirkjun inn á aðalskipulag enda eru möguleikar til aukinnar orkuvinnslu í Þingeyjarsveit umtalsverðir. Uppsett afl í virkjunum Landsvirkjunar í sveitarfélaginu er 182 MW og með stækkun Þeistareykjavirkjunar verður uppsett afl sömu virkjana um 250 MW. Um er að ræða landsvæði sem nú þegar hefur verið fórnað til raforkuframleiðslu og umhverfisáhrif þar af leiðandi hverfandi umfram það sem nú er. Að framansögðu þjóni það ekki almannahagsmunum að fórna óröskuðu vatnasviði Skjálfandafljóts fyrir 9,8 Mw raforkuframleiðslu.
Gerðar Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Arnór Benónýsson
Árni Pétur Hilmarsson
Úlla Árdal
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Eyþór leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta:
Við undirritaðir, tökum undir athugasemdir Skipulagsstofnunar um Einbúavirkjun. Með því að setja hana ekki inná vinnslutillögu aðalskipulags var komið í veg fyrir að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fengju tækifæri til að hafa aðkomu að ákvörðuninni í gegnum lýðræðislegt samráðsferli við endurskoðun aðalskipulagsins.
Eyþór Kári Ingólfsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Haraldur Bóasson
Sveitarstjórn samþykkir að afgreiða tillögu um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044 til athugunar fyrir auglýsingu, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Formanni skipulagsnefndar ásamt skipulagsráðgjafa er falið að koma gögnum tillögunnar til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.