Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun
Málsnúmer 2308006
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 55. fundur - 13.02.2025
Lögð fram tillaga um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044, þ.e. greinargerð, umhverfismatsskýrsla, skipulagsuppdrættir og skýringaruppdrættir.
Skipulagsnefnd - 36. fundur - 14.05.2025
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Þingeyjarsveit 2024-2044 var sent til yfirferðar til Skipulagsstufnunar þann 19. febrúar 2025 þar sem óskað var eftir heimild til að auglýsa það. Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsett 3. apríl 2025 bendir Skipulagsstofnun á atriði sem bregðast þarf við áður en skipulagstillagan verður auglýst. Skipulagsstofnun hefur ekki lokið við yfirferð málsins.
Skipulagsnefnd heldur vinnufund og sendir viðbrögð til skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir að afgreiða tillögu um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044 til athugunar fyrir auglýsingu, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Formanni skipulagsnefndar ásamt skipulagsráðgjafa er falið að koma gögnum tillögunnar til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.