Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Hverir austan Námafjalls - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna þjónustubyggingar
Málsnúmer 2504043Vakta málsnúmer
Sannir Reykjahlíð ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til byggingu þjónustubyggingar við Hveri austan Námafjalls. Sannir Landvættir ehf. áforma að reisa og reka almenningssalerni og starfsmannaaðstöðu á áningarstaðnum við Hveri austan Námafjalls. Um er að ræða fjögur samliggjandi skýli sem eru innan við 15 m² hvert. Framkvæmdin er hugsuð til bráðabirgða til að meta raunþörf áður en varanleg þjónustubygging er hönnuð og í framhaldinu reist. Áætlað er að hönnun þeirrar þjónustubyggingar geti legið fyrir eftir um 4-6 ár.
Í gildi er deiliskipulag Hvera austan Námafjalls frá 2014.
Í gildi er deiliskipulag Hvera austan Námafjalls frá 2014.
Skipulagsnefnd bendir á að áformin eru byggingarleyfisskyld og rúmast ekki innan skilmála gildandi deiliskipulags, þar sem fyrir er skilgreindur byggingarreitur fyrir þjónustubyggingu. Því er ekki hægt að samþykkja áformin eins og þau eru lögð fram. Óbreytt áform kalla á breytingu á deiliskipulagi.
2.Lundabrekka 4 - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Málsnúmer 2505010Vakta málsnúmer
Karl Karlsson sækir um framkvæmdaleyfi til skógræktar í hluta lands Lundabrekku 4, ca 28 ha. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina vera í samræmi við aðra skógrækt í nágrenninu. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Umhverfisnefndar, Minjastofnunar og Vegagerðarinnar um framkvæmdina.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir.
3.Jónsnípunáma - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2505026Vakta málsnúmer
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi í námu austan Jónsnípu. Sótt er um leyfi til efnistöku fyrir 200.000 m3 og efnislosunar fyrir 100.000 m3
Þar sem framkvæmdir vegna Þeistareykjavirkjunar hófust innan 10 ára frá því að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati lá fyrir eiga ákvæði 12. gr. laga nr. 106/2000 um endurskoðun matsskýrslu ekki við. Það þarf því ekki nýtt umhverfismat og þar sem engin breyting er á umfangi.
Þar sem framkvæmdir vegna Þeistareykjavirkjunar hófust innan 10 ára frá því að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati lá fyrir eiga ákvæði 12. gr. laga nr. 106/2000 um endurskoðun matsskýrslu ekki við. Það þarf því ekki nýtt umhverfismat og þar sem engin breyting er á umfangi.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Þeistareykir - plan fyrir toppvél - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2505036Vakta málsnúmer
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plangerð og útgreftri og fyllingu á grunni undir yfirbyggingu fyrir toppvél sem áformað er að reisa á Þeistareykjum. Planið verður 6.000 m2 að stærð og efni í það að mestu tekið úr
Kvíhólanámu en einnig verður Jónsnípunáma notuð. Nýttar verða slóðir meðfram núverandi safnæðum og
inn á núverandi borplön en þá þarf að breikka og styrkja.
Í gildi er deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem verið er að beyta til að rúma fyrirhugaðar framkvæmdir.
Kvíhólanámu en einnig verður Jónsnípunáma notuð. Nýttar verða slóðir meðfram núverandi safnæðum og
inn á núverandi borplön en þá þarf að breikka og styrkja.
Í gildi er deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem verið er að beyta til að rúma fyrirhugaðar framkvæmdir.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar breytt deiliskipulag hefur tekið gildi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Jarðböðin - umsókn um tímabundið stöðuleyfi fyrir tveimur gámum
Málsnúmer 2504047Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn dags 2. apríl 2025 frá framkvæmdastjóra Jarðbaðanna í Mývatnsveit um stöðuleyfi tveggja gáma; frystigám frá maí til loka september 2025 og skrifstofueiningu frá maí til loka mars 2026 við Jarðböðin.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gámum á lóð Jarðbaðanna í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til umbeðins tíma.
Knútur ber upp vanhæfi vegna aðkomu að vinnslu gagna. Nefndin samþykkir ekki vanhæfi.
6.Nýibær - lóð - merkjalýsing
Málsnúmer 2504044Vakta málsnúmer
Lögð er fram merkjalýsing fyrir breytingu á afmörkun á lóðinni Nýjabæ - lóð (L206917). Lóðin stækkar til vesturs um 18 m. Lóðin verður eftir stækkun 2.227,5 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu lóðar.
7.Reykir 2 - afmörkun lands
Málsnúmer 2505053Vakta málsnúmer
Lögð er fram merkjalýsing Reyki 2 (L220151) þar sem afmörkun lóðar er lagfærð lítillega. Skráð stærð lóðar breytist úr 41.000 m2 í 43.064,6 m2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu lóðar.
Haraldur ber upp vanhæfi. Nefndin samþykkir vanhæfi og víkur Haraldur af fundi.
8.Kvíhólsmýri - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2504059Vakta málsnúmer
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja við Kvíhólsmýri 1a til norðurs um 5 m sem nemur 76 m2 á grunnfleti. Óskað er eftir aðgengi að gafli hússins til viðhalds frá Lautum nr. L153791 eins aðgengi sé tryggt að austurhlið hússins norðanfrá. Viðbygging verður með byggð úr sama efni með sömu áferð og sömu litum og núverandi hús.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.
Haraldur kemur aftur inn
9.Reykjahlíðarþorp - breyting á skipulagi - Klappahraun 6 raðhús
Málsnúmer 2503009Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsbreyting fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð, þar sem Klappahrauni 6 er breytt úr einbýlishúsalóð í raðhúsalóð, var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, frá 20. mars með athugasemdarfresti til 20. apríl 2025. Þrjár athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd þakkar innkomnar athugasemdir en telur fyrirhugaða breytingu í takt við ákvæði gildandi skipulags um sveigjanlegar lóðir í samræmi við eftirspurn. Samantekt með svörum við athugasemdum verður birt í skipulagsgátt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar, Toppþrýstingsvirkjun - breyting á skipulagi
Málsnúmer 2503008Vakta málsnúmer
Deiliskipulagsbreyting Þeistareykjavirkjunar var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr.423/2025, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 31. mars með athugasemdarfresti til 12. maí 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar, Landsvirkjun og Landsneti.
Skipulagsnefnd samþykkir minniháttar breytingu á byggingarreit R-14. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun
Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Þingeyjarsveit 2024-2044 var sent til yfirferðar til Skipulagsstufnunar þann 19. febrúar 2025 þar sem óskað var eftir heimild til að auglýsa það. Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsett 3. apríl 2025 bendir Skipulagsstofnun á atriði sem bregðast þarf við áður en skipulagstillagan verður auglýst. Skipulagsstofnun hefur ekki lokið við yfirferð málsins.
Skipulagsnefnd heldur vinnufund og sendir viðbrögð til skipulagsstofnunar.
12.Kerfisáætlun 2025-2034 - umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar
Málsnúmer 2504046Vakta málsnúmer
Fyrir skipulagsnefnd liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna kerfisáætlunar 2025-2034: kynning umhverfismatsskýrslu - umhverfismat áætlana. Kynningartími er frá 9. 4. 2025 til 31.5. 2025.
Formanni er falið að vinna drög að umsögn um málið og senda á nefndarfólk til staðfestingar.
Nanna Þórhallsdóttir vék af fundi
13.Vogar 3- umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun fjárhúss
Málsnúmer 2505060Vakta málsnúmer
Um er að ræða endurýjun og gafli á fjárhúsum Vogum 3. Þak hækkar um 1 meter og hús lengist um 1 meter.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúruverndarstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaheimild ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist ásamt leyfi Náttúruverndarstofnunar um framkvæmd innan friðlýstra svæða.
Fundi slitið - kl. 12:00.