Fara í efni

Hverir austan Námafjalls - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna þjónustubyggingar

Málsnúmer 2504043

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 36. fundur - 14.05.2025

Sannir Reykjahlíð ehf. sækir um framkvæmdaleyfi til byggingu þjónustubyggingar við Hveri austan Námafjalls. Sannir Landvættir ehf. áforma að reisa og reka almenningssalerni og starfsmannaaðstöðu á áningarstaðnum við Hveri austan Námafjalls. Um er að ræða fjögur samliggjandi skýli sem eru innan við 15 m² hvert. Framkvæmdin er hugsuð til bráðabirgða til að meta raunþörf áður en varanleg þjónustubygging er hönnuð og í framhaldinu reist. Áætlað er að hönnun þeirrar þjónustubyggingar geti legið fyrir eftir um 4-6 ár.

Í gildi er deiliskipulag Hvera austan Námafjalls frá 2014.
Skipulagsnefnd bendir á að áformin eru byggingarleyfisskyld og rúmast ekki innan skilmála gildandi deiliskipulags, þar sem fyrir er skilgreindur byggingarreitur fyrir þjónustubyggingu. Því er ekki hægt að samþykkja áformin eins og þau eru lögð fram. Óbreytt áform kalla á breytingu á deiliskipulagi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?