Jarðböðin - umsókn um tímabundið stöðuleyfi fyrir tveimur gámum
Málsnúmer 2504047
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 36. fundur - 14.05.2025
Tekin fyrir umsókn dags 2. apríl 2025 frá framkvæmdastjóra Jarðbaðanna í Mývatnsveit um stöðuleyfi tveggja gáma; frystigám frá maí til loka september 2025 og skrifstofueiningu frá maí til loka mars 2026 við Jarðböðin.
Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gámum á lóð Jarðbaðanna í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til umbeðins tíma.