Fara í efni

Kvíhólsmýri - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2504059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 36. fundur - 14.05.2025

Haraldur ber upp vanhæfi. Nefndin samþykkir vanhæfi og víkur Haraldur af fundi.
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja við Kvíhólsmýri 1a til norðurs um 5 m sem nemur 76 m2 á grunnfleti. Óskað er eftir aðgengi að gafli hússins til viðhalds frá Lautum nr. L153791 eins aðgengi sé tryggt að austurhlið hússins norðanfrá. Viðbygging verður með byggð úr sama efni með sömu áferð og sömu litum og núverandi hús.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.
Haraldur kemur aftur inn
Getum við bætt efni þessarar síðu?