Fara í efni

Áform um burðarþolsmat í Eyjafirði

Málsnúmer 2506050

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025

Í umræðu hefur verið að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð og Öxarfjörð með tilliti til mögulegs sjókvíaeldis.



Málið er sett á dagskrá að beiðni Árna Péturs Hilmarssonar.
Til máls tók: Árni Pétur, Eyþór og Jóna Björg.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skorar á atvinnuvegaráðherra að beita sér fyrir því að burðarþolsmat á Eyjafirði og Öxarfirði fari ekki fram. Báða þessa firði ætti að friða fyrir opnu sjókvíaeldi enda er þar fjöldi lax og silungsveiði áa. Í fjörðunum og í nágrenni þeirra fer nú þegar fram öflug atvinnustarfsemi sem illa rekst með sjókvíaeldi og nýtingu á hlunnindum sem hafa verið stunduð frá landnámi. Þessi áform ganga þvert á samning sem Ísland er aðili að við Sameinuðu þjóðirnar um líffræðilegan fjölbreytileika sem nú er til endurskoðunar.
Sveitarstjórn skorar á sveitarfélög á starfssvæði SSNE að taka málið upp og taka afstöðu og beinir málinu einnig til stjórnar SSNE.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?