Vor í Vaglaskógi - umsókn um tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga.
Málsnúmer 2506023
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónlistarhátíðarinnar "Vor í Vaglaskógi" sem áformað er að halda þann 26. júlí 2025. Umsækjandi er Melody Man ehf. kt. 530824-0710.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í umbeðið tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónlistarhátíðarinnar "Vor í Vaglaskógi" að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a)Að fyrir liggi skriflegt samþykki landeigenda þar sem hátíðin fer fram sem og landeigenda þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum, þ.e. Mörk, Lundur og Hróarsstaðir.
b)Formlegt samstarf verði haft við Land og skóg.
c)Að umsækjandi tryggi að sala á áfengi uppfylli lögbundin skilyrði.
Samþykkt samhljóða.