Fara í efni

Hverir austan Námafjalls - breyting á skipulagi

Málsnúmer 2506027

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 18.06.2025

Tekin fyrir deiliskipulagsbreyting á Hverum austan Námafjalls. Í tillögunni er lóð fyrir þjónustuhús færð um 70 m til norðausturs. Breytingin er gerð til að draga úr áhrifum þess á ásýnd hverasvæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óska eftir umsögnum Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna að fengnum jákvæðum umsögnum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025

Á 37. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað varðandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Hveri austan Námafjalls.

"Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaðilum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óska eftir umsögnum Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna að fengnum jákvæðum umsögnum samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. "





Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi að fengnum jákvæðum umsögnum skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?