Fara í efni

Ársreikningur 2024

Málsnúmer 2505076

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 60. fundur - 06.06.2025

Fyrir sveitarstjórn liggja til fyrri umræðu drög að ársreikningi Þingeyjarsveitar, A- og B-hluta fyrir árið 2024. Þorsteinn Þorsteinsson, frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sátu fundinn undir þessum lið, Jón Ari Stefánsson frá KPMG, Margrét Hólm Valsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri.
Til máls tóku: Knútur og Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 61. fundur - 26.06.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til seinni umræðu ársreikningur Þingeyjarsveitar 2024.
Til máls tóku: Árni Pétur, Knútur og Gerður.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins í A og B hluta var jákvæð um sem nam 188,5 m.kr og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 159,6 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2024 með viðaukum var gert ráð fyrir 3,9 m.kr neikvæðri rekstrarniðurstöðu í A og B hluta. Niðurstaðan er því 192,4 m.kr hagstæðari en áætlað var og hagstæðari um 66,3 m.kr heldur en niðurstaða ársins 2023 sem var jákvæð um 122,2 m.kr.

Samanlagðar rekstrartekjur í A og B hluta á árinu námu 2.722,2 m.kr., en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.571 m.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir 2024 með viðaukum var gert ráð fyrir rekstrartekjum sem næmu 2.541,4 m.kr í A og B hluta. Rekstrartekjur eru því 180,8 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyrir eða sem nemur 7,11%.

Rekstrargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður, námu samtals 2.334,7 m.kr á árinu. Þar af eru laun og launatengd gjöld 1.434,2 m.kr og annar rekstrarkostnaður er 900,5 m.kr.
Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir rekstrargjöldum sem næmu 2.307,4 m.kr. Þar af laun og launatengd gjöld 1.417,4 m.kr og önnur rekstrargjöld áætluð 890 m.kr.
Laun og launatengd gjöld ársins eru því 16,8 m.kr yfir því sem áætlun gerði ráð fyrir og annar rekstrarkostnaður 10,5 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjöldi ársverka voru 110 og fækkaði þeim um fimm frá fyrra ári. Fækkun ársverka stafar að mestu leyti vegna minni umsvifa hjá DA. Meðalhækkun launa á árinu var um 7% á meðan launavísitala opinberra starfsmanna og starfsmanna sveitarfélaga hækkaði um 6,7% á árinu 2024.

Afborganir langtímalána námu 152,8 m.kr. á árinu en áfallnar verðbætur 55,0 m.kr. Engin ný lán voru tekin á árinu og er því heildarlækkun langtímalána 98 m.kr. að teknu tilliti til áfallinna verðbóta.
Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti samstæðu á árinu 2024 nam veltufé frá rekstri 361,6 m.kr á móti 307,2 m.kr árið 2023. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu 282,8 m.kr á árinu.
Eigið fé í árslok nam 1.321,4 m.kr fyrir A og B hluta samanborið við 1.115,2 m.kr árið áður.
Eiginfjárhlutfall A og B hluta, nemur 42,1% í árslok. Sama hlutfall í lok árs 2023 var 36,8%. Veltufjárhlutfall lækkar lítillega á milli ára og er nú 0,78% en var 0,93%.
Skuldaviðmið A og B hluta, skv. reglugerð um fjármál sveitarfélaga er 50,6% í árslok en var 54,1% í árslok 2023.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins, A og B hluta er 66,7% í árslok 2024 en var 74,7% í árslok 2023.

Í ljósi niðurstöðu ársreiknings ársins 2024 er full ástæða til bjartsýni til framtíðar. Sveitarstjórn færir stjórnendum og starfsmönnum bestu þakkir fyrir þeirra framlag til ábyrgs reksturs og góðrar þjónustu. Sveitarstjórn þakkar einnig endurskoðendum fyrir gott samstarf við gerð ársreiknings.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?