Umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Umhverfis- og orkustofnun - kynning á breyttu verklagi við eftirlit
Málsnúmer 2504013Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur kynning á breyttu verklagi við eftirlit Umhverfis- og orkustofnunar. Breytt verklag tekur gildi 1. maí nk.
Nefndin þakkar kynninguna.
2.Kollóttaalda á Hólasandi - úrbætur vegna urðunarstaðar
Málsnúmer 2504040Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur erindi frá Umhverfisstofnum, er varðar urðunastaðinn Kollóttaalda á Hólasandi, þar sem óskað er eftir uppfærðri áætlun um úrbætur vegna frávika úr eftirliti sem ólokið.
Nefndin þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna. Nefndin felur sviðsstjóra að klára málið og beinir því um leið til íbúa að óheimilt er að losa úrgang á svæðinu. Verið er að vinna að nýrri staðsetningu fyrir óvirkan úrgang í sveitarfélaginu.
3.RECET - ósk um samstarf
Málsnúmer 2409020Vakta málsnúmer
Fyrir umhverfisnefnd liggur samantekt sveitarfélaga eftir RECET vinnustofu um mótun orkuskipta aðgerða sem fram fór s.l. haust. Bent er á málþing í þessu sambandi sem fram fer í Hofi 6. maí með yfirskriftinni "Akureyri Energy Seminar".
Nefndin fagnar verkefninu og leggur til við sveitarstjórn að Þingeyjarsveit verði áfram þátttakandi í verkefninu.
4.Nýtt fundarnúmer síðasta fundar umhverfisnefndar
Málsnúmer 2505057Vakta málsnúmer
Vegna mistaka í fundarkerfi sveitarfélagsins var síðasti fundur umhverfsnefndar rangt númeraður 31 í stað 25.
Nefndin samþykkir að breyta fundarnúmeri síðasta fundar úr 31 í 25 og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að laga númerið í fundarkerfi sveitarfélagsins.
5.Hreinsunar- og plokkdagur Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2505058Vakta málsnúmer
Fyrirkomulag og dagsetning hreinsunar- og plokkdags í Þingeyjarsveit.
Nefndin felur sviðsstjóra að leita eftir samstarfi við Fjöreggið um dagsetningu á hreinsunardegi í Þingeyjarsveit og útfæra þátttöku annarra svæða sveitarfélagsins í samráði við nefndarmenn.
6.Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503026Vakta málsnúmer
Unnið að gerð loftslagsstefnu fyrir Þingeyjarsveit.
Arnheiður Rán mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins og drög að aðgerðaráætlun. Arnheiður bað um athugasemdir frá nefndarmönnum. Nefndin þakkar Arnheiði fyrir og stefnir á að samþykkja loftslagsáætlun, með þeim breytingum sem ræddar voru, á næsta fundi nefndarinnar.
7.Sorpútboð Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2503045Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu sorpútboðs fyrir Þingeyjarsveit
Nefndin þakkar kynninguna. Það er mat nefndarinnar að verkefnið sé á góðum stað. Nú styttist í útboð og ákvörðunartöku um staðsetningu grenndarstöðva, tíðni sorphirðu, rekstur gámavalla, stærð íláta og hvernig kynningu og fræðslu skal háttað. Nefndin stefnir að því að ljúka ákvörðunartöku um þessi atriði ásamt öðrum á næsta fundi nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 16:30.