Kálfaströnd - erindi vegna leigurýmis
Málsnúmer 2506068
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 62. fundur - 28.08.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Náttúrufræðistofnun er varðar leigu á gamla íbúðarhúsinu á Kálfaströnd, ástand leigurýmis og framtíðar leigumöguleika.
Sveitarstjórn samþykkir að stytta leigutímabil stofnunarinnar þ.a. það verði leigt 5 mánuði á ári til eins árs. Sveitarstjórn felur umsjónarmanni fasteigna að sjá til þess að gert verði við svalahurð. Einnig verði ástand hússins metið og niðurstöður lagðar fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.