Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
1.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 23
Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer
Fundargerðin er staðfest.
2.Skipulagsnefnd - 41
Málsnúmer 2510001FVakta málsnúmer
Fundargerðin er staðfest.
3.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 29
Málsnúmer 2510004FVakta málsnúmer
Fundargerðin er staðfest.
4.Skipulagsnefnd - 42
Málsnúmer 2510006FVakta málsnúmer
Fundargerðin er staðfest.
5.Framkvæmda- og veitunefnd - fundargerðir
Málsnúmer 2505073Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
6.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer
7.Fjárhagsáætlun 2026
Málsnúmer 2506018Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir að lækka hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði, A-flokki úr 0,625% í 0,595%.
Samþykkt samhljóða.
8.Trúnaðarmál
Málsnúmer 2510040Vakta málsnúmer
9.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar
Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer
10.Byggðastofnun - Byggðaráðstefnan 2025
Málsnúmer 2510009Vakta málsnúmer
11.Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar - Samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2403048Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
12.Mývetningur - íþróttaheimili Mývetnings
Málsnúmer 2310006Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn þakkar erindið og felur sveitarstjóra ásamt umsjónarmanni fasteigna að funda með viðkomandi um frekari upplýsingar um verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
13.Skautasvell í Reykjahlíð
Málsnúmer 2510038Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að funda með umsækjendum og afla frekari upplýsinga um verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
14.Skólaþjónusta - ráðning náms- og starfsráðgjafa
Málsnúmer 2510030Vakta málsnúmer
"Nefndin tekur jákvætt í erindið og veltir fyrir sér hvort náms- og starfssráðgjafi geti sinnt fleiri verkefnum innan skólaþjónustu. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar.
Samþykkt samhljóða.
15.Svartaborg - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
"Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
16.Austurhlíðarvegur 2 - Laugafiskur - umsókn um byggingarleyfi fyrir turni
Málsnúmer 2509038Vakta málsnúmer
Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
"Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu þegar sótt er um byggingarleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi. Framkvæmd kynningarinnar er í samræmi við það og snýr að byggingarleyfi fyrir miðlunartank og lofthreinsihús við núverandi verksmiðju Laugafisks en fjallar ekki um þá starfsemi sem fer fram á lóðinni. Skipulagsnefnd fjallar því um þann þátt umsagna er beinast að viðbyggingum og vísar áhyggjum íbúa vegna umhverfisáhrifa til sveitarstjórnar. Varðandi ákvörðun nefndarinnar um hverjir fá bréf þá snýr grenndarkynning byggingarleyfis að því að því hvaða nágrannar gætu átt hagsmuna að gæta vegna landnotkunar, útsýnis, skuggavarps eða innsýnar. Fyrirhugaðar viðbyggingar eru minniháttar í samhengi við aðrar byggingar á lóðinni. Þær eru innan við núverandi port og í sambærilegri hæð og núverandi byggingar og því ekki líklegt að þær hafi veruleg áhrif á ásýnd. Varðandi ábendingu um hvort framkvæmdirnar falli undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana þá gilda þau skv. stafliðum, 7.08 og 7.09 1. viðauka laganna aðeins um fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur þar sem framkvæmd er staðsett í þéttbýli og framleiðslugeta er a.m.k. 500 tonn á sólarhring. Heimildir Laugafisks skv. starfsleyfi eru til vinnslu 9000 tonna á ári sem gera um 30 tonn á sólarhring og fellur verksmiðjan því ekki undir lögin. Framkvæmdin snýr að uppsetningu og frágangi við lykteyðingarbúnað til að uppfylla skilyrði í starfsleyfi HNE. Að teknu tilliti til ofangreinds þá samþykkir skipulagsnefnd að veita heimildir til að byggja upp í samræmi við kynntar teikningar. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að öll starfsemi sé í sátt við nærumhverfi sitt, og á það líka við um starfsemi Samherja á Laugum. Sveitarstjórn vísar umsögnum þeim sem bárust, en snúa ekki að umræddum viðbyggingum til Umhverfisnefndar til umfjöllunar. Mikilvægt er að finna leið til þess að virkt eftirlit sé með starfseminni og samtal sé við íbúa svo sátt sé við nærsamfélagið.
Samþykkt samhljóða.
17.Samstöðufundur á Breiðumýri - kröfur kvennaársins 2025 og samstaða
Málsnúmer 2510041Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn þakkar erindið og hefur þegar brugðist við óskum undirbúningshópsins með því að auglýsa lokun stofnana sveitarféagsins kl. 13.00 á föstudag.
Samþykkt samhljóða.
18.Slægjunefnd - umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - Slægjufundur
Málsnúmer 2509083Vakta málsnúmer
19.Brynjar Árnason - Umsögn vegna gistileyfis - Klambrasel
Málsnúmer 2509084Vakta málsnúmer
20.Sólkistan ehf. - umsagnarbeiðni gistileyfi
Málsnúmer 2510029Vakta málsnúmer
21.Kvennaverkfall 2025
Málsnúmer 2510032Vakta málsnúmer
22.Flatey - bekkir að gjöf
Málsnúmer 2510036Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:20.
Lið nr. 4 - Fundargerð 42 fundar skipulagsnefndar sem haldinn var í morgun. Ennfremur lið nr. 5 -
Samþykkt samhljóða
fundargerð framkvæmda- og veitunefndar frá 15. október
Samþykkt samhljóða
og lið nr. 16 - Austurhlíðarvegur 2 - Laugafiskur - umsókn um byggingarleyfi fyrir turni.
Samþykkt samhljóða.