Fara í efni

Svartaborg - óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2510023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Svartaborg ehf leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Rangár í Kaldakinn, verslunar- og þjónustusvæðis. Óskað er eftir því að skilmálar um hámarks grunnflöt gistihýsa stækki.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025

Á 41. fundi skipulagsnefndar var lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Rangár í Köldukinn þar sem óskað var eftir að skilmálar um hámarks grunnflöt gistihýsa stækki.

Eftirfarandi var bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga."
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?