Fara í efni

Skipulagsnefnd

41. fundur 15. október 2025 kl. 09:00 - 12:09 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Nanna Þórhallsdóttir
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Brynja Dögg Ingólfsdóttir
  • Rögnvaldur Harðarson
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Dagskrá
Skipulagsnefnd býður nýjan skipulagsfulltrúa, Brynju Dögg Ingólfsdóttur, velkomna til starfa.
Hulda Rós Bjarnadóttir sérfræðingur í almenningssamgöngum frá Vegagerðinni kom á fundinn undir þessum lið.

1.Vegagerðin - beiðni um breytingu á stoppustöð í Fnjóskadal

Málsnúmer 2509051Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsnefndar þann 17. september 2025 var tekin fyrir beiðni frá Vegagerðinni um breytingar á stoppistöð vegna nýs leiðarkerfis sem á að taka í gildi 1. janúar 2026.

Málinu var frestað og óskað eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna almenningssamgangna, skipulag og uppbyggingu
Skipulagsnefnd þakkar Huldu Rós fyrir komuna. Nefndin leggur til að stoppistöð við Fnjóská verði á plani við gatnamótin á þjóðvegi 1 við Fnjóskadalsveg Eystri nr. 835 til þess að tryggja umferðaröryggi. Mikilvægt er að við stoppistöðvar í dreifbýli sé pláss fyrir bílastæði til þess að strætó geti nýst samfélaginu og ferðamönnum sem best. Einnig að stoppistöð við Koss, á gatnamótum þjóðvegar 1 og Norðausturvegar nr. 85 verði staðsett á núverandi plani vestan gatnamótanna. Skipulagsnefnd minnir á að við framtíðarskipulag leiðanets og stoppistöðva í sveitarfélaginu þarf að nota stoppistöðina á Laugum og tengja þannig eina framhaldsskólann á landinu sem ekki er tengdur við almenningssamgöngur.

2.Náttúruhamfaratrygging - varðandi upplýsingar til almennings varðandi byggingar á viðkvæmum svæðum

Málsnúmer 2509042Vakta málsnúmer

Fyrir skipulagsnefnd liggur bréf til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir bréfið. Sveitarfélagið hefur unnið greiningar á náttúruvá í tengslum við gerð aðalskipulags þar sem í Þingeyjarsveit eru margskonar náttúruvár.

3.Skógrækt - bréf með ályktun varðandi skipulagsmál hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 2509074Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn vísaði til nefndarinnar bréfi frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Skipulagsnefnd þakkar bréfið en tekur ekki undir sjónarmið Skógræktarfélags Íslands. Sveitarfélagið metur í hverju tilfelli hvort framkvæmdir séu framkvæmdaleyfisskyldar í samræmi við reglugerð. Sérstaklega er tiltekið í reglugerð að nýræktun skóga geti verið framkvæmdaleyfisskyld. Skipulagsnefnd beinir því til Skógræktarfélags Íslands að gæta að upplýsingagjöf til skógarbænda um að sækja þurfi um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins.

4.Grímsstaðir í Mývatnssveit - strenglögn og spennistöð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2510015Vakta málsnúmer

Rarik fyrirhugar lagningu 12 kv háspennustrengs og uppsetningu spennustöðvar vegna heimtaugar fyrir Gámavelli. Strengurinn verður plægður alla leiðina sem er um 1 km. Leiðin liggur að mestu meðfram vegi, borað er undir þjóðveg og þaðan er plægt um mólendi að gámavelli til að komast hjá stórgrýti meðfram aðkomuvegi.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki vera meiriháttar, né líklega til að hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og heimilar hana án framkvæmdaleyfis í samræmi við 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vakin er athygli framkvæmdaraðila á því að leyfi Náttúruverndarstofnunar þarf fyrir framkvæmdum innan verndarsvæðis Laxár.

5.Strenglögn í Laxárdal - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá RARIK um framlengingu á gildistíma framkvæmdaleyfis dagsett 21. maí 2024. Sá hluti framkvæmdarleyfisins er snýr að strenglögn frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Laugum í Reykjadal hefur ekki verið framkvæmd og leyfið útrunnið. RARIK óskar eftir að leyfið gildi áfram og stefna á framkvæmdina sumarið 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja gildistíma framkvæmdaleyfisins og leggur áherslu á vandaðan frágang. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að ganga frá framlengingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Kaldakinn - strenglögn og spennistöð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2510014Vakta málsnúmer

Rarik fyrirhugar lagningu 12kv háspennustrengs og uppsetningu spennistöðvar vegna styrkingu dreifikerfis í Kaldakinn. Gert er ráð fyrir að plægja alla leið, u.þ.b. 4 km. Strengleiðin liggur frá Ófeigsstöðum að Hrafnsstöðum, meðfram vegi mest alla leiðina.

Samráð hefur verið við landeigendur um leiðarval og frágang á skjólbeltum. Framkvæmdin er ekki innan verndarsvæða. Ekki verða nein varanleg ummerki á jarðvegi, gróðri eða dýralífi. Gengið verður frá meðfram plógfari. Reynslan sýnir að plógfar verður ill greinanlegt innan nokkurra ára.

Staða á öðrum leyfismálum: Leyfi Vegagerðarinnar liggur fyrir. Óskað hefur verið umagnar Minjastofnunar unnið er að samningum við landeigendur.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki vera meiriháttar, né líklega til að hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og heimilar hana án framkvæmdaleyfis í samræmi við 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar.

7.Hofsstaðir í Mývatnssveit - strenglögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2510013Vakta málsnúmer

Rarik fyrirhugar að lagningu 12 kv háspennustrengs frá veiðihúsinu Hofi að Hofsstöðum. Jafnframt verður loftlínan fjarlægð á sama kafla. Leiðin er um 3 km þar af um 400 m. inn á friðuðu svæði Mývatns og Laxár. Strengurinn verður plægður meðfram vegi alla leiðina og sýnir reynslan að plógfarið verði illgreinanlegt innan nokkurra ára.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki vera meiriháttar, né líklega til að hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og heimilar hana án framkvæmdaleyfis í samræmi við 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vakin er athygli framkvæmdaraðila á því að leyfi Náttúruverndarstofnunar þarf fyrir framkvæmdum innan verndarsvæðis Laxár.

8.Hraunvegur 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluskúr

Málsnúmer 2509053Vakta málsnúmer

Baldur Kristjánsson fyrir hönd Little fish company ehf óskar eftir að byggja geymsluskúr við Hraunveg 8.
Skipulagsnefnd leggst gegn byggingum á reitnum sem hafa áhrif á ásýnd hússins frá þjóðvegi. Nefndin hafnar erindinu þar sem það er innan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar, utan byggingarreits og ekki jákvætt fyrir ásýnd svæðisins með vísan í gildandi aðalskipulag og hlutverk þess sem miðsvæðis. Umsækjanda er bent á að leita annarra lausna.

9.Föndurhornið stækkun á lóð - merkjalýsing

Málsnúmer 2510026Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir stækkun á lóðinni Föndurhornið sem stofnuð var úr landi Sólvangs.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

10.Veturliðastaðir - merkjalýsing

Málsnúmer 2510022Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Veturliðastaða. Ný lóð fær staðfangið Fjar-Veturliðastaðir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að þrátt fyrir að landskiptagerð samræmist skipulagsáætlunun veitir samþykkt hennar enga heimild fyrir framkvæmdum á lóðunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

11.Sandar 1 og 2 - merkjalýsing

Málsnúmer 2509073Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðir úr landi Voga. Nýjar lóðir fá staðföngin Sandar 1 og 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin sem slík en beinir því til umsækjanda að finna annað staðfang, þar sem þetta líkist öðrum staðföngum í sveitarfélaginu of mikið. Þar sem gögnum er ábótavant er málinu frestað.
Sigurður Böðvarsson víkur af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

12.Gautlönd, lóðastofnun - merkjalýsing

Málsnúmer 2509092Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðir úr landi Gautlanda. Nýjar lóðir fá staðföngin Ásgeirsholt og Gautaholt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að þrátt fyrir að landskiptagerð samræmist skipulagsáætlunun veitir samþykkt hennar enga heimild fyrir framkvæmdum á lóðunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

13.Hraunvegur - lóð fyrir hleðslustöðvar - skipulagsmál

Málsnúmer 2509060Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn ON um lóð við Hraunveg fyrir tvær hraðhleðslustöðvar.
Skipulagsnefnd hafnar kynntri staðsetningu enda samræmist hún ekki deiliskipulagi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

14.Þeystareikir - fyrirspurn varðandi byggingarleyfi veituhúss innan mannvirkjabeltis M-9

Málsnúmer 2510021Vakta málsnúmer

Landsvirkjun áformar að sækja um byggingarleyfi fyrir veituhús innan mannvirkjabeltis M-9 á Þeystareikjum. Fyrirtækið óskar eftir afstöðu Þingeyjasveitar um hvort áformin rúmist innan heimilda gildandi deiliskipulags me vísan til kafla 3.7.6. í greinargerð og med vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar staðfestir skilning Landsvirkjunar á skilmálum deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar. Landsvirkjun getur því sótt um byggingarleyfi fyrir veitumannvirki í samræmi við framlögð gögn á grundvelli gildandi deiliskipulags.

15.Svartaborg - óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2510023Vakta málsnúmer

Svartaborg ehf leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Rangár í Kaldakinn, verslunar- og þjónustusvæðis. Óskað er eftir því að skilmálar um hámarks grunnflöt gistihýsa stækki.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 12:09.

Getum við bætt efni þessarar síðu?