Fara í efni

Kaldakinn - strenglögn og spennistöð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2510014

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Rarik fyrirhugar lagningu 12kv háspennustrengs og uppsetningu spennistöðvar vegna styrkingu dreifikerfis í Kaldakinn. Gert er ráð fyrir að plægja alla leið, u.þ.b. 4 km. Strengleiðin liggur frá Ófeigsstöðum að Hrafnsstöðum, meðfram vegi mest alla leiðina.

Samráð hefur verið við landeigendur um leiðarval og frágang á skjólbeltum. Framkvæmdin er ekki innan verndarsvæða. Ekki verða nein varanleg ummerki á jarðvegi, gróðri eða dýralífi. Gengið verður frá meðfram plógfari. Reynslan sýnir að plógfar verður ill greinanlegt innan nokkurra ára.

Staða á öðrum leyfismálum: Leyfi Vegagerðarinnar liggur fyrir. Óskað hefur verið umagnar Minjastofnunar unnið er að samningum við landeigendur.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki vera meiriháttar, né líklega til að hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og heimilar hana án framkvæmdaleyfis í samræmi við 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?