Fara í efni

Þeystareikir - fyrirspurn varðandi byggingarleyfi veituhúss innan mannvirkjabeltis M-9

Málsnúmer 2510021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Landsvirkjun áformar að sækja um byggingarleyfi fyrir veituhús innan mannvirkjabeltis M-9 á Þeystareikjum. Fyrirtækið óskar eftir afstöðu Þingeyjasveitar um hvort áformin rúmist innan heimilda gildandi deiliskipulags me vísan til kafla 3.7.6. í greinargerð og med vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar staðfestir skilning Landsvirkjunar á skilmálum deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar. Landsvirkjun getur því sótt um byggingarleyfi fyrir veitumannvirki í samræmi við framlögð gögn á grundvelli gildandi deiliskipulags.
Getum við bætt efni þessarar síðu?