Vegagerðin - beiðni um breytingu á stoppustöð í Fnjóskadal
Málsnúmer 2509051
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025
Hulda Rós Bjarnadóttir sérfræðingur í almenningssamgöngum frá Vegagerðinni kom á fundinn undir þessum lið.
Á fundi skipulagsnefndar þann 17. september 2025 var tekin fyrir beiðni frá Vegagerðinni um breytingar á stoppistöð vegna nýs leiðarkerfis sem á að taka í gildi 1. janúar 2026.
Málinu var frestað og óskað eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna almenningssamgangna, skipulag og uppbyggingu
Málinu var frestað og óskað eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna almenningssamgangna, skipulag og uppbyggingu
Skipulagsnefnd þakkar Huldu Rós fyrir komuna. Nefndin leggur til að stoppistöð við Fnjóská verði á plani við gatnamótin á þjóðvegi 1 við Fnjóskadalsveg Eystri nr. 835 til þess að tryggja umferðaröryggi. Mikilvægt er að við stoppistöðvar í dreifbýli sé pláss fyrir bílastæði til þess að strætó geti nýst samfélaginu og ferðamönnum sem best. Einnig að stoppistöð við Koss, á gatnamótum þjóðvegar 1 og Norðausturvegar nr. 85 verði staðsett á núverandi plani vestan gatnamótanna. Skipulagsnefnd minnir á að við framtíðarskipulag leiðanets og stoppistöðva í sveitarfélaginu þarf að nota stoppistöðina á Laugum og tengja þannig eina framhaldsskólann á landinu sem ekki er tengdur við almenningssamgöngur.