Náttúruhamfaratrygging - varðandi upplýsingar til almennings varðandi byggingar á viðkvæmum svæðum
Málsnúmer 2509042
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025
Fyrir skipulagsnefnd liggur bréf til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir bréfið. Sveitarfélagið hefur unnið greiningar á náttúruvá í tengslum við gerð aðalskipulags þar sem í Þingeyjarsveit eru margskonar náttúruvár.