Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2026
Málsnúmer 2505090Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál. Sett hefur verið upp tillaga að einfaldari og skilvirkari gjaldskrá fyrir málaflokkinn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða gjaldskrá. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
2.Náttúruhamfaratrygging - varðandi upplýsingar til almennings varðandi byggingar á viðkvæmum svæðum
Málsnúmer 2509042Vakta málsnúmer
Svar barst frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar sem segir:
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tilvonandi tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
NTÍ kemur ekki gerð hættumatskorta eða skipulagsmálum og því getum við ekki vísað með beinum hætti til sérstakra svæða í þessu sambandi. Við höfum svarað öðrum sveitarfélögum á þann veg að þar sem fullt samráð hefur verið haft við þær stofnanir sem hafa formlega það hlutverk að meta tilteknar áhættur, s.s. Veðurstofu vegna ofanflóða og Vegagerðina vegna sjávarflóða, teljum við að það yrðu gögn sem litið yrði til, ef til tjóns kemur. Hafi samráð verið haft og tillit tekið til þeirra ábendinga og athugasemda sem þar hafa komið fram er afar ólíklegt að 16. gr. laganna yrði beitt í því skyni að takmarka eða hafna tjónabótum.
Bréfið sem sent var út til sveitarfélaga var fyrst og fremst hugsað til að vekja athygli sveitarfélaga á mikilvægi þess að taka góðar skipulagsákvarðanir. Það er í raun ekki mögulegt fyrir tryggingafélag að gefa út fyrirfram yfirlýsingar um það hvort og þá hvernig er farið með tilvonandi tjónamál, því það eru svo margir þættir sem geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. Þess vegna getum við aldrei annað en vísað til laga og reglugerðar varðandi endanlega túlkun, þegar til tjóns kemur.
Við getum engu að síður sagt að ef skipulagsákvarðanir byggja á vel ígrundaðri vinnu, þar sem allir helstu sérfræðingar sem eru til ráðgjafar á því sviði hafa komið að, eru ekki miklar líkur á því að 16. gr. laga nr. 55/1992 yrði beitt, sem hljómar svona:
Heimilt er að lækka bætur eða synja alveg bótakröfu:
1. Þegar hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. Sama á við um lausafé sem geymt er í húsi eða öðru mannvirki við þær aðstæður sem hér greinir.
2. Þegar gerð eða viðhald húss eða annars vátryggðs hlutar er óforsvaranlegt eða andstætt fyrirmælum í settum rétti og ljóst er að tjón hefur hlotist af eða orðið víðtækara af þessum sökum.
NTÍ kemur ekki gerð hættumatskorta eða skipulagsmálum og því getum við ekki vísað með beinum hætti til sérstakra svæða í þessu sambandi. Við höfum svarað öðrum sveitarfélögum á þann veg að þar sem fullt samráð hefur verið haft við þær stofnanir sem hafa formlega það hlutverk að meta tilteknar áhættur, s.s. Veðurstofu vegna ofanflóða og Vegagerðina vegna sjávarflóða, teljum við að það yrðu gögn sem litið yrði til, ef til tjóns kemur. Hafi samráð verið haft og tillit tekið til þeirra ábendinga og athugasemda sem þar hafa komið fram er afar ólíklegt að 16. gr. laganna yrði beitt í því skyni að takmarka eða hafna tjónabótum.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir svarið.
3.Ný Skipulagsvefsjá komin í loftið
Málsnúmer 2511038Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun vekur athygli á opnun nýrrar Skipulagsvefsjár þar sem má nú nálgast á sama stað allt gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag, uppdrætti og greinargerðir ásamt stafrænum aðal- og deiliskipulagsgögnum.
Nýju vefsjána má nálgast á léninu skipulagsvefsjá.is og tekur hún við af þeirri gömlu sem verður lokað í byrjun desember.
Meðal þess sem ný Skipulagsvefsjá býður upp á er að nú er hægt að skoða það skipulag sem er í gildi á tilteknu svæði eða fá yfirsýn yfir landnotkunarflokka á hverju svæði með því að velja að birta tiltekna flokka og sleppa öðrum. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar um nýja Skipulagsvefsjá má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.
Vakin er athygli á því að ef vísað er á gömlu Skipulagsvefsjánna á heimasíðum þá þarf að uppfæra tengil á vefsjánna.
Nýju vefsjána má nálgast á léninu skipulagsvefsjá.is og tekur hún við af þeirri gömlu sem verður lokað í byrjun desember.
Meðal þess sem ný Skipulagsvefsjá býður upp á er að nú er hægt að skoða það skipulag sem er í gildi á tilteknu svæði eða fá yfirsýn yfir landnotkunarflokka á hverju svæði með því að velja að birta tiltekna flokka og sleppa öðrum. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar um nýja Skipulagsvefsjá má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.
Vakin er athygli á því að ef vísað er á gömlu Skipulagsvefsjánna á heimasíðum þá þarf að uppfæra tengil á vefsjánna.
Lagt fram til kynningar.
4.Vegagerðin - vegir og hleðslustöðvar
Málsnúmer 2510027Vakta málsnúmer
Sveitarfélaginu barst erindi frá Vegagerðinni vegna framkvæmda við þjóðvegi.
Undanfarin ár hefur hleðslustöðvum við þjóðvegi fjölgað til muna og er það vel þar sem mikilvægt er að veita vegfarendum góða þjónustu. Í því sambandi vill Vegagerðin minna á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg. Upplýsingar um hvaða vegir eru í umsjá Vegagerðarinnar má nálgast hér: https://www.vegagerdin.is/verkefnin/framkvaemdir/kortasja
Mikilvægt er að umferðaröryggi sé eins gott og kostur er á og að allar framkvæmdir miði að því að auka umferðaröryggi á vegum.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Undanfarin ár hefur hleðslustöðvum við þjóðvegi fjölgað til muna og er það vel þar sem mikilvægt er að veita vegfarendum góða þjónustu. Í því sambandi vill Vegagerðin minna á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg. Upplýsingar um hvaða vegir eru í umsjá Vegagerðarinnar má nálgast hér: https://www.vegagerdin.is/verkefnin/framkvaemdir/kortasja
Mikilvægt er að umferðaröryggi sé eins gott og kostur er á og að allar framkvæmdir miði að því að auka umferðaröryggi á vegum.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og hlakkar til að fá að taka þátt í vinnu með Vegagerðinni við skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur á landsvísu, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki.
5.Laugasel og Víðar - athugasemdir vegna skógræktarframkvæmda
Málsnúmer 2510033Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir skógrækt á jörðunum Laugaseli og Víðum.
Skipulagsstofnun bendir á að í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu segir að lögin taki enn fremur til „vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár, sbr. kort í fylgiskjali með lögunum.“ Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skal forðast að valda spjöllum á vatnasviði Mývatns og Laxár sem raskað gætu vernd vatnsins og árinnar samkvæmt ákvæðum laganna, sérstaklega gæðum og rennsli grunnvatns. Skógræktarframkvæmdirnar eru innan svæðis sem fellur undir hið tilvitnaða orðalag.
Í b-lið í iii-lið í 2. tölul. 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er minnst á svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum, svo sem Þingvellir, Mývatns- og Laxársvæði og Breiðafjörður. Með þetta í huga telur stofnunin ljóst að svæðið, sem skógræktarframkvæmdirnar eru á, séu verndarsvæði í skilningi laga nr. 111/2021.
Í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 111/2021 segir að framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lögin skuli háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2. viðauka. Síðan segir svo: „Sama á við um framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B í 1. viðauka ef þær eru fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii lið 2. tölul. 2. viðauka.“
Í tölulið 1.04 í viðauka 1 er vikið að nýræktun skóga sem tekur til 200 ha eða stærra svæðis. Umræddar skógræktarframkvæmdir eru undir þessum stærðarmörkun en þar sem þær eru á verndarsvæði , skv. skilgreiningu Skipulagsstofnunar, falla þær undir hið tilvitnaða orðalag í 1. mgr. 18. gr.
Í ljósi framangreinds telur stofnunin að framkvæmdaraðilum beri að tilkynna Skipulagsstofnun um skógræktarframkvæmdirnar til ákvörðunar um matsskyldu, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 111/2021. Stofnunin bendir jafnframt á að óheimilt er að gefa út leyfi til framkvæmdar sem fellur undir lögin fyrr en ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 19. gr. um að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati
liggur fyrir, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 111/2021. Þótt framkvæmdaraðili beri frumábyrgð á því að
tilkynna inn framkvæmdir á borð við þessa skógræktarframkvæmd þá hvílir einnig skylda á
Þingeyjarsveit sem leyfisveitanda að ganga úr skugga um, áður en tekin er ákvörðun um hvort veita
skuli framkvæmdaleyfi, hvort framkvæmdir séu tilkynningarskyldar, sbr. rannsóknarreglu
stjórnsýsluréttar.
Skipulagsstofnun bendir á að í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu segir að lögin taki enn fremur til „vatnsverndar á vatnasviði Mývatns og Laxár, sbr. kort í fylgiskjali með lögunum.“ Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skal forðast að valda spjöllum á vatnasviði Mývatns og Laxár sem raskað gætu vernd vatnsins og árinnar samkvæmt ákvæðum laganna, sérstaklega gæðum og rennsli grunnvatns. Skógræktarframkvæmdirnar eru innan svæðis sem fellur undir hið tilvitnaða orðalag.
Í b-lið í iii-lið í 2. tölul. 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er minnst á svæði sem njóta verndar samkvæmt sérlögum, svo sem Þingvellir, Mývatns- og Laxársvæði og Breiðafjörður. Með þetta í huga telur stofnunin ljóst að svæðið, sem skógræktarframkvæmdirnar eru á, séu verndarsvæði í skilningi laga nr. 111/2021.
Í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 111/2021 segir að framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lögin skuli háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2. viðauka. Síðan segir svo: „Sama á við um framkvæmdir sem eru að umfangi undir viðmiðunarmörkum í flokki B í 1. viðauka ef þær eru fyrirhugaðar á verndarsvæði, sbr. iii lið 2. tölul. 2. viðauka.“
Í tölulið 1.04 í viðauka 1 er vikið að nýræktun skóga sem tekur til 200 ha eða stærra svæðis. Umræddar skógræktarframkvæmdir eru undir þessum stærðarmörkun en þar sem þær eru á verndarsvæði , skv. skilgreiningu Skipulagsstofnunar, falla þær undir hið tilvitnaða orðalag í 1. mgr. 18. gr.
Í ljósi framangreinds telur stofnunin að framkvæmdaraðilum beri að tilkynna Skipulagsstofnun um skógræktarframkvæmdirnar til ákvörðunar um matsskyldu, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 111/2021. Stofnunin bendir jafnframt á að óheimilt er að gefa út leyfi til framkvæmdar sem fellur undir lögin fyrr en ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 19. gr. um að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati
liggur fyrir, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 111/2021. Þótt framkvæmdaraðili beri frumábyrgð á því að
tilkynna inn framkvæmdir á borð við þessa skógræktarframkvæmd þá hvílir einnig skylda á
Þingeyjarsveit sem leyfisveitanda að ganga úr skugga um, áður en tekin er ákvörðun um hvort veita
skuli framkvæmdaleyfi, hvort framkvæmdir séu tilkynningarskyldar, sbr. rannsóknarreglu
stjórnsýsluréttar.
Skipulagsnefnd lýsir undrun sinni á ákvörðun og ábendingum Skipulagsstofnunar. Hingað til hefur sveitarfélagið ekki krafist þess að matsskylda sé könnuð áður en framkvæmdaleyfi er veitt fyrir framkvæmdir sem eru innan afmarkaðs vatnasviðs Mývatns og Laxár í Suður Þingeyjarsýslu nema að umfang gefi tilefni til. Sveitarfélagið hefur litið þannig á að skýrt sé í 4. gr. laga nr 97/2004 að verndun vatnasviðsins eigi fyrst og fremst við um gæði og rennsli grunnvatns og möguleg áhrif á grunnvatn. Til nánari skýringar má líta á 18. gr. reglugerðar nr. 665/2012 þar sem vísað er til laga um hollustuhætti, meðhöndlun úrgangs og stjórn vatnamála og annarra laga sem lúta að mengunarvörnum. Einnig má líta til 19-24 gr. sömu reglugerðar þar sem fjallað er um takmarkanir innan vatnasviðsins, en þær takmarkanir lúta allar að mengunarvörnum og verndun vatns.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma viðbrögðum nefndarinnar til Skipulagsstofnunar og vinna málið áfram.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma viðbrögðum nefndarinnar til Skipulagsstofnunar og vinna málið áfram.
6.Flatey geymslur - merkjalýsing
Málsnúmer 2510055Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá merkjalýsanda Ásu Margréti Einarsdóttur f.h. Ríkissjóðs Íslands um stofnun lóðar undir Geymslu og skúr í Flatey L153388. Fyrir liggur tillaga að staðsetningu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar í Flatey og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
7.Skógar frístundahús - merkjalýsing
Málsnúmer 2510054Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá Merkjalýsnda Hákon Jensson f.h. Skógarlands ehf um stofnun lóðar undir frístundahús að Skógum. Fyrir liggur tillaga að staðsetningu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar að Skógum og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Nefndi bendir á að æskilegt er að vinna deiliskipulag fyrir svæðið þar sem áform eru um frekari uppbygginu.
Nefndi bendir á að æskilegt er að vinna deiliskipulag fyrir svæðið þar sem áform eru um frekari uppbygginu.
8.Sandar 1 og 2 - merkjalýsing
Málsnúmer 2509073Vakta málsnúmer
Álit lögfræðings sveitarfélagsins er að þörf sé á undirskrift eigenda Voga 1 á gögnin sem aðliggjandi jörð. Í ljósi þess að gögnum er ábótavant er ekki hægt að ljúka málinu og merkjalýsingu því frávísað.
Lagt fram til kynningar.
9.Breiðamýri - breytingar á staðföngum
Málsnúmer 2511039Vakta málsnúmer
Lagðar fram óskir um breytingar á staðföngum að Breiðamýri frá landeigendum.
Landeignarnúmer Nafn í fasteignaskrá Nafnabreyting
153715 Breiðamýri 1 Breiðamýri land
210663 Breiðamýri 1 lóð Breiðamýri Gamla hús
206934 Breiðamýri 2 lóð Breiðamýri Símahús
153716 Breiðamýri 2 Breiðamýri 3 land
Landeignarnúmer Nafn í fasteignaskrá Nafnabreyting
153715 Breiðamýri 1 Breiðamýri land
210663 Breiðamýri 1 lóð Breiðamýri Gamla hús
206934 Breiðamýri 2 lóð Breiðamýri Símahús
153716 Breiðamýri 2 Breiðamýri 3 land
Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar nafnabreytingar og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
10.Laugar í Reykjadal - umsókn um lóð
Málsnúmer 2510048Vakta málsnúmer
Fyrir skipulagsnefnd liggur umsókn um lóð á Laugum í Reykjadal frá Orku náttúrunnar.
Halldór Guðmundsson frá Orku Náttúrunnar kemur inn á fundinn.
Halldór Guðmundsson frá Orku Náttúrunnar kemur inn á fundinn.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir því að ON fái lóð á þessu svæði og felur starfsmönnum að útfæra hugmyndir framkvæmdaaðila í samræmi við umræður á fundinum.
11.Skógahlíð 1 - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2508038Vakta málsnúmer
Breyting á byggingarreit í Skógahlíð 1 var grenndarkynnt frá 24. 9. 2025 til 23. 10. 2025. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
12.Laugar - deiliskipulag
Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing var kynnt frá 2.10. til 30.10.2025 og bárust umsagnir frá HNE, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd þakkar innkomnar ábendingar og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
13.Aldeyjarfoss - deiliskipulag
Málsnúmer 2406041Vakta málsnúmer
Vinnslutillaga deiliskipulagsins var í kynningu frá 7.10. til 4.11.2025. Haldinn var kynningarfundur í Kiðagili í Bárðardal þann 14. október þar sem mættu 35 manns og fóru fram góðar umræður. Sjö umsagnir bárust í Skipulagsgátt. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi þar sem brugðist hefur verið við tillögum og athugasemdum.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
14.Aðalskipulag 2024-2044 - endurskoðun
Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer
Tillaga að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044 var auglýst frá 22.september til 17. nóvember 2025. 74 athugasemdir bárust frá bæði opinberum aðilum og einstaklingum.
Tekin er til umræðu staða aðalskipulags að lokinni auglýsingu tillögunnar.
Tekin er til umræðu staða aðalskipulags að lokinni auglýsingu tillögunnar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að samantekt umsagna og yfirliti í samræmi við umræður á fundinum og boða til vinnufundar.
15.Þingeyjarsveit - tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar vega af vegaskrá
Málsnúmer 2511044Vakta málsnúmer
Vegagerðin hefur sent Þingeyjarsveit tilkynningu um niðurfellingu fjögurra vega af vegaskrá. Hólmaveg nr 6632-01, Vestmannsveg nr. 8785-01, Jarlsstaðaveg nr. 8722-01 og Engidalsveg nr. 8716-01.
Um er að ræða heimreiðar í sveitarfélaginu þar sem ekki er lögheimilisskráning fyrir hendi og því áformar Vegagerðin að fella heimreiðarnar af vegaskrá. Skipulagsnefnd minnir landeigendur á að huga að andmælarétti eftir því sem við á.
Fundi slitið - kl. 12:20.