Þingeyjarsveit - tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar vega af vegaskrá
Málsnúmer 2511044
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 43. fundur - 19.11.2025
Vegagerðin hefur sent Þingeyjarsveit tilkynningu um niðurfellingu fjögurra vega af vegaskrá. Hólmaveg nr 6632-01, Vestmannsveg nr. 8785-01, Jarlsstaðaveg nr. 8722-01 og Engidalsveg nr. 8716-01.
Um er að ræða heimreiðar í sveitarfélaginu þar sem ekki er lögheimilisskráning fyrir hendi og því áformar Vegagerðin að fella heimreiðarnar af vegaskrá. Skipulagsnefnd minnir landeigendur á að huga að andmælarétti eftir því sem við á.
Skipulagsnefnd - 44. fundur - 10.12.2025
Fyrir skipulagsnefnd liggur erindi frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá. Niðurfellingin gildir um eftirfarandi vegi - Hlégarðsvegur nr. 8783-01, Selásveg nr. 8764-01, Stórutjarnarskólaveg nr. 8659-01, Stóru-Tjarnarveg nr. 8658-02, Stóru-Tjarnarveg nr. 8658-01, hluta Hjallavegar nr. 8545-01 og Hafralækjaskólavegar nr. 8525-01.
Um er að ræða niðurfellingu vega m.a. að skólum þar sem skilgreint hefur verið þéttbýli í aðalskipulagi.
Um er að ræða niðurfellingu vega m.a. að skólum þar sem skilgreint hefur verið þéttbýli í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við niðurfellingu umræddra vega af vegaskrá. Afmörkun þéttbýlanna í aðalskipulagi sýnir stefnu um frekari uppbyggingu á svæðinu og að viðkomandi byggð muni í framtíðinni uppfylla skilgreiningu skipulagslaga um þéttbýli sem er skv. 2. gr. skipulagslaga 28. staflið: "Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka má þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags."
Til vara mótmælir skipulagsnefnd því að taka við umræddum vegum í því ástandi sem þeir eru. Í bréfum vegna niðurfellingar segir að Vegagerðin hafi sinnt veghaldi þessara vega og fer nefndin fram á að ef komi til þess að sveitarfélagið taki við vegunum þá sjái Vegagerðin til þess að þeir séu lagaðir og þeim komið í gott ástand.
Sveitarfélagið óskar skýringa á því af hverju verið er að ganga í þessi mál á þessum tímapunkti þegar nýtt aðalskipulag er á lokametrunum þar sem afmörkunum þéttbýla er breytt.
Til vara mótmælir skipulagsnefnd því að taka við umræddum vegum í því ástandi sem þeir eru. Í bréfum vegna niðurfellingar segir að Vegagerðin hafi sinnt veghaldi þessara vega og fer nefndin fram á að ef komi til þess að sveitarfélagið taki við vegunum þá sjái Vegagerðin til þess að þeir séu lagaðir og þeim komið í gott ástand.
Sveitarfélagið óskar skýringa á því af hverju verið er að ganga í þessi mál á þessum tímapunkti þegar nýtt aðalskipulag er á lokametrunum þar sem afmörkunum þéttbýla er breytt.